Allt ætlaði um koll að keyra þegar tvíeykið Daft Punk, sem áttu meðal annars sumarsmellinn Get Lucky í fyrra, stigu fram á sviðið og ljóst var að draumur margra tónleikagesta var að rætast.
Mörgum til mikillar óánægju kom í ljós að leynigestirnar voru hinsvegar ekki Daft Punk sjálfir, heldur einhverjir sem höfðu brugðið sér í líki Daft Punk - sem alltaf koma fram í búningum.
Talsmenn hvorugrar hljómsveitar hafa staðfest að um brandara hafi verið að ræða, en gestir Coachella-hátíðarinnar sátu eftir með sárt ennið þegar upp komst um fúskið.
Hér að neðan má sjá brot úr flutningi þeirra sem létust vera Daft Punk á tónleikunum.