Oddvitaáskorunin - Viljum gera vel og betur Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2014 17:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðmudnur Ármann Pétursson leiðir K - lista óháðra í Grímsnes- og Grafningshrepp í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Guðmundur Ármann er fæddur í Reykjavík, en fluttist 12 ára að aldri á Eyrarbakka. Fluttist í Grímsnes- og Grafningshrepp fyrir um 25 árum síðan og starfar þar sem framkvæmdastjóri Sólheima í dag. Hann er í sambúð með Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur ráðgjafa og mastersnema og á hann þrjú börn, Auðbjörgu Helgu, Emblu Líf og Nóa Sæ. Guðmundur Ármann er menntaður rekstrar- og umhverfisfræðingur auk þess að hafa lært lífelfdan landbúnað. Guðmundur Ármann hefur setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps síðustu fjögur ár. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjaran á Eyrarbakka er síbreytileg og einstaklega falleg. Hundar eða kettir? Hundar, alveg klárt. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar sonur minn kom heill út úr hjartaaðgerð. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Konan mín og móðir eru frábærir kokkar þær töfra stöðugt fram nýja uppáhaldsrétti. Hvernig bíl ekur þú? Nissan Leaf, rafmagnsbíl. Besta minningin? Þegar börnin mín komu í heiminn. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ók aðeins og hratt, en það er orðið langt síðan! Hverju sérðu mest eftir? Engu. Draumaferðalagið? Frá því að ég var ungur hefur mig langað að ferðast um Eþíópíu og Kína. Hefur þú migið í saltan sjó? Já og geri það væntanlega ekki aftur! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að klöngrast upp þverhnípt bjarg á Sri Lanka í 40 stiga hita til að skoða myndir málaðar á vegg. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, enda er það forsenda þess að þroskast. Hverju ertu stoltastur af? Konu minni og börnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðmudnur Ármann Pétursson leiðir K - lista óháðra í Grímsnes- og Grafningshrepp í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Guðmundur Ármann er fæddur í Reykjavík, en fluttist 12 ára að aldri á Eyrarbakka. Fluttist í Grímsnes- og Grafningshrepp fyrir um 25 árum síðan og starfar þar sem framkvæmdastjóri Sólheima í dag. Hann er í sambúð með Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur ráðgjafa og mastersnema og á hann þrjú börn, Auðbjörgu Helgu, Emblu Líf og Nóa Sæ. Guðmundur Ármann er menntaður rekstrar- og umhverfisfræðingur auk þess að hafa lært lífelfdan landbúnað. Guðmundur Ármann hefur setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps síðustu fjögur ár. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fjaran á Eyrarbakka er síbreytileg og einstaklega falleg. Hundar eða kettir? Hundar, alveg klárt. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar sonur minn kom heill út úr hjartaaðgerð. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Konan mín og móðir eru frábærir kokkar þær töfra stöðugt fram nýja uppáhaldsrétti. Hvernig bíl ekur þú? Nissan Leaf, rafmagnsbíl. Besta minningin? Þegar börnin mín komu í heiminn. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ók aðeins og hratt, en það er orðið langt síðan! Hverju sérðu mest eftir? Engu. Draumaferðalagið? Frá því að ég var ungur hefur mig langað að ferðast um Eþíópíu og Kína. Hefur þú migið í saltan sjó? Já og geri það væntanlega ekki aftur! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að klöngrast upp þverhnípt bjarg á Sri Lanka í 40 stiga hita til að skoða myndir málaðar á vegg. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, enda er það forsenda þess að þroskast. Hverju ertu stoltastur af? Konu minni og börnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira