Svona er reynt að svindla á Íslendingum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2014 00:01 Ef tíðindi, sem eru of góð til að trúa þeim, berast frá óþekktum aðila, jafnvel á tölvuþýddri íslensku, þá ber heldur ekki að trúa þeim. Eins getur verið gott að gjalda varhug við hjálparákalli þótt það komi frá kunnuglegu netfangi. fréttablaðið/vilhelm Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna. Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ófáir Íslendingar hafa fengið tölvupóst, símaskilaboð eða jafnvel símhringingu þar sem þeim eru boðin hagstæð lán, kaup eða þeim tjáð þau tíðindi að þeim hafi hlotnast gríðarlegir fjármunir. Undantekningalaust hangir ljótur leikur á spýtunni svo best er að hunsa öll erindi af þessari gerð, segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en því miður hafa málefni nokkurra sem bitu á agnið lent þar. Oftast er þó ógjörningur að ná fé sem eitt sinn hefur verið sent á reikning erlendis. Svikahrapparnir beita ýmsum brögðum og hér verða tekin saman þau algengustu. Það nýjasta gæti verið nokkuð sannfærandi ef ekki væri fyrir textann sem svo oft er greinilega unninn af þýðingamaskínu Google. Hér að neðan má sjá sjö algengustu bellibrögðin í bókinni.Vísir/Valli1. Lottó eða happdrættisvinningur Viðtakanda er tilkynnt að hann hafi unnið fyrsta vinning sem sé himinhá fjárhæð. Sendandinn segist nú þurfa upplýsingar til að koma peningunum til viðtakandans. Þannig komast óprúttnir yfir mikilvægar upplýsingar. Stundum er einnig farið fram á greiðslu sem sé nauðsynleg til að losa um vinninginn.2. Aðstoð við tölvuvírusa Með því að bjóða vírusvörn og þjónustu henni tengda geta óprúttnir komist yfir kortanúmer og auðvitað er vírusvörnin spuni frá rótum.3. Arfur Viðtakandi fær þær fregnir að fjarskyldur ættingi, sem ber jafnvel sama föðurnafn og hann, hafi látist. Nú verði viðtakandinn að gefa upplýsingar til að geta tekið við arfinum sem hans bíði og jafnvel reiða fram fé til að losa um hann.4. Leiga á íbúðum Flottar íbúðir eru boðnar til leigu á hlægilega lágu verði. Þegar búið er að borga staðfestingargjald kemur í ljós að þær voru aldrei til leigu.5. Lán á kjarakjörum Sömuleiðis getur viðtakanda borist auglýsing um lán á afar hagstæðum kjörum. Þegar hinn óprúttni hefur fengið fé og upplýsingar kemur svo í ljós að lánið stóð aldrei til boða.6. Bíll til sölu Sendandinn beitir allri sinni skáldagáfu til að prjóna ástæður fyrir því að hann geti ekki sýnt bílinn sem sé til sölu á afar hagstæðu verði. Sendandinn er vissulega erlendis svo það þarf að senda honum peninginn.7. Nýjasta bellibragðið. Nýverið hefur borið á því, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þrjótar brjótist inn í tölvur og sendi frá netfangi tölvueigandans póst á alla þá sem vistaðir eru í tenglaskránni. Pósturinn er oftast ákall um hjálp þar sem eigandi netfangsins segist hafa verið rændur og sé því strandaglópur á erlendum flugvelli. Hann þarf því aur til að komast heim. Viðtakandinn fær sem sagt póst frá einhverjum sem hann þekkir, með falskri hjálparbeiðni þar sem hann er beðinn að senda pening á ákveðinn reikning sem síðan er í eigu svikahrappsins sem braust inn í tölvuna.
Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira