Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2014 19:15 Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira