Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2014 19:15 Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira