Rödd hreyfihamlaðra fái að njóta sín 26. nóvember 2014 12:00 Komið til að vera Rannveig vonar að þetta verkefni sé komið til að vera. Fréttablaðið/ernir Í haust fór Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar af stað með jafningjafræðslu fyrir hreyfihamlaða í formi fyrirlestra á netinu. „Við fórum af stað með þetta verkefni þar sem frá upphafi hefur það verið markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu,“ segir Rannveig Bjarnadóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, en verkefni sem þetta hafði verið í undirbúningi í talsverðan tíma. „Við vorum búin að velta fyrir okkur í hvaða formi væri best að hafa þetta til þess að geta náð til sem flestra og þá líka þeirra sem búa úti á landi líka og í framhaldinu kom þessi hugmynd að birta fyrirlestrana á netinu“ segir Rannveig, en nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa lagt fram aðstoð sína við að taka upp fyrirlestrana. „Okkur fannst mikilvægt að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegri reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt“ segir Rannveig, en fyrirlesararnir eru ekki fagfólk, heldur hreyfihamlaðir einstaklingar sem segja sína sögu. „Með því að hafa fyrirlestrana á netinu eru þeir aðgengilegir öllum óháð búsetu, en þetta er líka okkar leið til þess að ná til þeirra sem ættu annars erfitt með að koma á fyrirlestur hjá okkur,“ segir hún. Fyrirkomulag sem þetta er nýtt og veit Rannveig ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér áður. „Við erum búin að gera tvo fyrirlestra sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur, og búið er að taka upp tvo til viðbótar. Þetta er verkefni sem er komið til að vera og vonandi getum við haldið áfram að setja inn fyrirlestra,“ segir Rannveig. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir öllum inni á síðu Þekkingarmiðstöðvar www.thekkingarmidstod.is. adda@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Í haust fór Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar af stað með jafningjafræðslu fyrir hreyfihamlaða í formi fyrirlestra á netinu. „Við fórum af stað með þetta verkefni þar sem frá upphafi hefur það verið markmið Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar að standa fyrir öflugri fræðslustarfsemi og jafningjafræðslu, ásamt því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu,“ segir Rannveig Bjarnadóttir forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar, en verkefni sem þetta hafði verið í undirbúningi í talsverðan tíma. „Við vorum búin að velta fyrir okkur í hvaða formi væri best að hafa þetta til þess að geta náð til sem flestra og þá líka þeirra sem búa úti á landi líka og í framhaldinu kom þessi hugmynd að birta fyrirlestrana á netinu“ segir Rannveig, en nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa lagt fram aðstoð sína við að taka upp fyrirlestrana. „Okkur fannst mikilvægt að gefa einstaklingum færi á að deila sinni persónulegri reynslu og gefa góð ráð um ýmis málefni sem snerta alla á einhvern hátt“ segir Rannveig, en fyrirlesararnir eru ekki fagfólk, heldur hreyfihamlaðir einstaklingar sem segja sína sögu. „Með því að hafa fyrirlestrana á netinu eru þeir aðgengilegir öllum óháð búsetu, en þetta er líka okkar leið til þess að ná til þeirra sem ættu annars erfitt með að koma á fyrirlestur hjá okkur,“ segir hún. Fyrirkomulag sem þetta er nýtt og veit Rannveig ekki til þess að slíkt hafi verið gert hér áður. „Við erum búin að gera tvo fyrirlestra sem hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur, og búið er að taka upp tvo til viðbótar. Þetta er verkefni sem er komið til að vera og vonandi getum við haldið áfram að setja inn fyrirlestra,“ segir Rannveig. Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir öllum inni á síðu Þekkingarmiðstöðvar www.thekkingarmidstod.is. adda@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira