Deilt um hreppaflutninga á austfirskum skólabörnum Sveinn Arnarsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru sex grunnskólar með þrettán stjórnendum. Myndjn er frá Stöðvarfirði. Fréttablaðið/Valli Íbúar Fjarðabyggðar eru ósáttir við þær hugmyndir meirihluta bæjarstjórnar að keyra börn á milli þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu til að mæta hagræðingarkröfu. Íbúasamtök hafa sent frá sér ályktanir um málið. Meirihlutinn hefur fallið frá því að keyra börn frá Stöðvarfirði á Fáskrúðsfjörð. Enn eru uppi hugmyndir um að flytja börn frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar. „Opin umræða um samfélagið okkar og að við verðum meðvituð í þeirri tímabundnu stöðu sem við erum í að fá alla til að koma að borðinu og velta því fyrir okkur saman hvernig við nýtum fjármagnið sem okkur er skammtað sem best hlýtur að vera öllum til hagsbóta,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Jens segir verkefnin framundan ærin og menn þurfi að velta upp ýmsum möguleikum til að fjárhagsáætlun 2015 verði réttum megin við núllið.Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.Launahækkanir yfir áætlunum „Laun opinberra starfsmanna hækkuðu á árinu um 8-10 prósent, mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig var loðnuvertíðin hvorki fugl né fiskur sem hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu okkar hér í Fjarðabyggð. Við erum að reka sex grunnskóla með 13 stjórnendum og við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við nýtum fjármagnið sem best og höldum uppi góðri þjónustu fyrir börnin okkar.“ Jens Garðar segir að öllum þessum hugmyndum hafi verið kastað fram til að reyna að fá umræðu um hlutina í bænum því fræðslumál snerti allflesta íbúa sveitarfélagsins. „Þessu er öllu kastað fram sem hugmyndum til að fá upp umræðu. Þetta er markmið, að vera með opna og gagnsæja stjórnsýslu og fá upp umræðu í sveitarfélaginu,“ segir Jens Garðar.Gatið er 70 milljónir króna Í umræðu um fjárhagsáætlun 2015 í bæjarstjórn Fjarðabyggðar voru viðraðar hugmyndir til að ná sparnaði í fræðslumálum. Bæjarstjórn stendur frammi fyrir því að þurfa að stoppa í um 70 milljóna króna gat í fjárhagsáætlun næsta árs. Til stóð að aka börnum á morgnana frá Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð. Sú hugmynd fór illa í íbúa svæðisins. Jens Garðar og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, lögðu til að það yrði ekki að veruleika. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Íbúar Fjarðabyggðar eru ósáttir við þær hugmyndir meirihluta bæjarstjórnar að keyra börn á milli þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu til að mæta hagræðingarkröfu. Íbúasamtök hafa sent frá sér ályktanir um málið. Meirihlutinn hefur fallið frá því að keyra börn frá Stöðvarfirði á Fáskrúðsfjörð. Enn eru uppi hugmyndir um að flytja börn frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar. „Opin umræða um samfélagið okkar og að við verðum meðvituð í þeirri tímabundnu stöðu sem við erum í að fá alla til að koma að borðinu og velta því fyrir okkur saman hvernig við nýtum fjármagnið sem okkur er skammtað sem best hlýtur að vera öllum til hagsbóta,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Jens segir verkefnin framundan ærin og menn þurfi að velta upp ýmsum möguleikum til að fjárhagsáætlun 2015 verði réttum megin við núllið.Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.Launahækkanir yfir áætlunum „Laun opinberra starfsmanna hækkuðu á árinu um 8-10 prósent, mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig var loðnuvertíðin hvorki fugl né fiskur sem hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu okkar hér í Fjarðabyggð. Við erum að reka sex grunnskóla með 13 stjórnendum og við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við nýtum fjármagnið sem best og höldum uppi góðri þjónustu fyrir börnin okkar.“ Jens Garðar segir að öllum þessum hugmyndum hafi verið kastað fram til að reyna að fá umræðu um hlutina í bænum því fræðslumál snerti allflesta íbúa sveitarfélagsins. „Þessu er öllu kastað fram sem hugmyndum til að fá upp umræðu. Þetta er markmið, að vera með opna og gagnsæja stjórnsýslu og fá upp umræðu í sveitarfélaginu,“ segir Jens Garðar.Gatið er 70 milljónir króna Í umræðu um fjárhagsáætlun 2015 í bæjarstjórn Fjarðabyggðar voru viðraðar hugmyndir til að ná sparnaði í fræðslumálum. Bæjarstjórn stendur frammi fyrir því að þurfa að stoppa í um 70 milljóna króna gat í fjárhagsáætlun næsta árs. Til stóð að aka börnum á morgnana frá Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð. Sú hugmynd fór illa í íbúa svæðisins. Jens Garðar og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, lögðu til að það yrði ekki að veruleika.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira