Innlent

Lögreglan lagði hald á byssu, sverð og exi í húsnæði í Kópavogi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einnig fannst talsvert magn stera í töflu- og vökvaformi.
Einnig fannst talsvert magn stera í töflu- og vökvaformi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skammbyssu, sverð og exi, auk fleiri vopna, og talsvert magn stera í töflu- og vökvaformi við húsleit í Kópavogi í morgun.

Húsráðandi er maður á fertugsaldri og var hann handtekinn í þágu rannsóknarinnar, sem beinist að brotum á vopnalögum og sölu og dreifingu á steralyfjum.

Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði, en við aðgerðina naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×