Verkfall lækna: "Gríðarlegar áhyggjur af komandi viku” Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2014 18:54 Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Verkfall lækna heldur áfram í komandi viku en á miðnætti í kvöld leggja læknar á aðgerðasviði og flæðissviði Landspítalans niður störf en verkfallið stendur í tvo sólahringa. Aðgerðasvið spítalans heldur utan um alla starfsemi sem tengist skurðstofum, speglunarþjónustu og gjörgæslu en undir flæðissvið heyra meðal annars bráðamóttakan í Fossvogi og öldrunardeildin. Aðfaranótt miðvikudags leggja læknar á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans niður störf og stendur verkfallið einnig í tvo sólahringa. Geðsvið spítalans sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi en skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítalans. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga og Blóðbankinn. „Við teljum að þetta muni hafa mjög mikil áhrif. Við höfum gríðarlegur áhyggjur af þessari viku sem er framundan. Áhrifin verða á bráðamóttökur, öldrunarþjónustu og skurðaðgerðir,” segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að reiknað sé með miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þannig gætu þeir sem eru með minniháttar áverka þurft að bíða lengi og hugsanlega þurfi að vísa slíkum tilfellum annað. Munu sjúklingar finna meira fyrir áhrifum verkfallsins í komandi viku en áður? „Við óttumst það mjög, já. Þetta skapar gríðarlega óvissu,” segir Ólafur. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður hér hjá ríkissáttasemjara á morgun en það er ekki margt sem bendir til þess að aðilar muni ná saman. Þannig hefur fjármálaráðherra sagt kröfur lækna um 30 til 36% launahækkun vera óraunhæfar. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segist skynja skilning á kröfum lækna en staðan sé erfið. „Það hefur verið algjör kyrrstaða í viðræðunum í vikur og mánuði og ekkert þokast,” segir Þorbjörn.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira