Áskilja sér rétt til að stöðva gjaldheimtu við Geysi Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2014 18:28 Vísir/Stefán Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Lögmannsstofan Landslög hefur sent Landeigendafélags Geysis ehf. bréf þar sem fyrri mótmæli ríkisins og andstaða eru ítrekuð vegna ætlunar félagsins að innheimta gjald af ferðamönnum sem fara um svæðið. Landið innan girðingar er séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. „Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og landeigendafélagsins. Ríkið á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir í bréfinu að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs, né innheimt gjald vegna þess. „Félaginu sé jafnframt óheimilt, án samþykkis íslenska ríkisins, að takmarka umferð, innheimta gjald af ferðamönnum eða ráðast í framkvæmdir á því landi sem aðilar eiga í sameign.“ Þá segir að gjaldheimta myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. „Einnig hefur slík gjaldtaka ekki tíðkast á Íslandi til þessa og með vísan til ólögfestra reglna um sérstaka sameign sé sameigendum ríkisins því óheimilt að ráðast í innheimtu gjalds af svæðinu án samþykkis ríkisins.“ „Geri landeigendur alvöru úr áformum sínum um gjaldtöku á svæðinu áskilji ríkissjóður sér allan rétt, sem sameigandi og einkaeigandi að spildu innan sameignarlandsins, til þess að stöðva slíka framkvæmd með aðstoð yfirvalda og dómstóla ef með þarf. Í bréfinu kemur fram að hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag þessa svæðis standi nú yfir. Þá standi jafnframt yfir vinna við gerð friðlýsingarskilmála fyrir svæðið í samræmi við náttúruverndaráætlun. Með hliðsjón af því að nokkur tími getur liðið þar til hægt verður að ráðast í framkvæmdir við uppbyggingu svæðisins af framangreindum ástæðum er því lýst yfir í bréfinu að ríkið sé tilbúið til að eiga viðræður við sameigendur sína um að ráðast í þær framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til að tryggja frekari vernd þess með tilliti til þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur á síðust árum. Þá sé ríkið jafnframt tilbúið að eiga viðræður við sameigendur um að ríkið kosti rekstur svæðisins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga sameigenda ríkisins að landeigendur hafi borið mikinn kostnað af svæðinu er jafnframt í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði í hverju sá kostnaður sé fólginn og ástæðum þess að ríkinu hafi ekki verið gerð grein fyrir honum né farið fram á skiptingu þess kostnaðar. Ríkissjóður sé til viðræðu um þátttöku í greiðslu slíks kostnaðar.“
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira