Flugvél nauðlenti á Vatnsleysuströnd og endaði á hvolfi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. júní 2014 17:28 Flugvél nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd um fimmleytið í dag. Tveir voru um borð og slösuðust ekki alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Reykjanesbæjar. Vélin endaði á hvolfi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Talið er að flugvélin, sem er kennsluflugvél frá flugskóla Keilis, hafi misst afl og flugmenn vélarinnar neyðst til þess að nauðlenda við golfvöllinn í Vogum. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu og þar kemur fram að þeir tveir sem voru í flugvélinni þegar hún brotlenti og endaði á hvolfi, hafi gengið frá slysstaðnum.Uppfært 17:41Fréttastofu hafa borist nýjar upplýsingar um málið. Þeir tveir sem voru um borð þiggja nú áfallahjálp inni í sjúkrabíl á svæðinu og verða svo fluttir með þyrlu á Landspítalann.Uppfært 18:02Sjónarvottar staðfesta upplýsingar frá slökkviliðinu, að mótor flugvélarinnar hafi misst afl. Í nauðlendingunni lenti vélin á einhverskonar hindrun og endaði á hvolfi. Allar björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út, auk fólks frá Landsbjörgu, lögreglu og slökkviliði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er einnig komin á staðinn.Uppfært 18:25 Fréttastofu hafa borist nýjar upplýsingar frá vettvangi slyssins. Talið er að vélin hafi misst afl í mótor þegar hún var úti yfir sjónum, skammt frá Kálfatjörn. Talið er að flugmaður og flugstjóri hafi gert tilraun til þess að lenda vélinni á annarri braut golfvallarins á Vatnsleysuströnd. Þyrlan TF-Sýn var kölluð út. Þeir sem voru um borð vélarinnar fóru í sjúkrabíl og fengu áfallahjálp á vettvangi. Á sjöunda tímanum voru þeir enn í bílnum og var talið ólíklegt að þeir þyrftu aðhlynningu á spítala. Því er ekki talið líklegt að þeir verði fluttir með þyrlunni, að svo stöddu.Hér má sjá flugvélina á hvolfi.VÍSIR/ÞÞHér má sjá aðra mynd af slysstað. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Flugvél nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd um fimmleytið í dag. Tveir voru um borð og slösuðust ekki alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Reykjanesbæjar. Vélin endaði á hvolfi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Talið er að flugvélin, sem er kennsluflugvél frá flugskóla Keilis, hafi misst afl og flugmenn vélarinnar neyðst til þess að nauðlenda við golfvöllinn í Vogum. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu og þar kemur fram að þeir tveir sem voru í flugvélinni þegar hún brotlenti og endaði á hvolfi, hafi gengið frá slysstaðnum.Uppfært 17:41Fréttastofu hafa borist nýjar upplýsingar um málið. Þeir tveir sem voru um borð þiggja nú áfallahjálp inni í sjúkrabíl á svæðinu og verða svo fluttir með þyrlu á Landspítalann.Uppfært 18:02Sjónarvottar staðfesta upplýsingar frá slökkviliðinu, að mótor flugvélarinnar hafi misst afl. Í nauðlendingunni lenti vélin á einhverskonar hindrun og endaði á hvolfi. Allar björgunarsveitir á svæðinu voru ræstar út, auk fólks frá Landsbjörgu, lögreglu og slökkviliði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er einnig komin á staðinn.Uppfært 18:25 Fréttastofu hafa borist nýjar upplýsingar frá vettvangi slyssins. Talið er að vélin hafi misst afl í mótor þegar hún var úti yfir sjónum, skammt frá Kálfatjörn. Talið er að flugmaður og flugstjóri hafi gert tilraun til þess að lenda vélinni á annarri braut golfvallarins á Vatnsleysuströnd. Þyrlan TF-Sýn var kölluð út. Þeir sem voru um borð vélarinnar fóru í sjúkrabíl og fengu áfallahjálp á vettvangi. Á sjöunda tímanum voru þeir enn í bílnum og var talið ólíklegt að þeir þyrftu aðhlynningu á spítala. Því er ekki talið líklegt að þeir verði fluttir með þyrlunni, að svo stöddu.Hér má sjá flugvélina á hvolfi.VÍSIR/ÞÞHér má sjá aðra mynd af slysstað.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira