Ásta safnar fyrir lögfræðikostnaði í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2014 11:00 Ásta Gunnlaugsdóttir sagði sögu sína í Bítinu í morgun. Vísir/Stefán „Það er rosalega lítið sem ég get gert. Ég þarf að heyja þessa forræðisdeilu úti í Bandaríkjunum, segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem var í lok síðasta mánaðar gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. Ásta mætti í viðtal í Ísland í bítið nú í morgun. „Ég þarf mögulega að flytja út. En ég er náttúrulega ekki með neina vinnu í Bandaríkjunum eða vinnuleyfi. Við erum bara að greiða úr þessu þessa dagana,“ segir Ásta. Hæstiréttur sneri með dómi sínum við fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness sem áður hafði úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu þeirra í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Ásta þarf því að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo í Washington-ríki, fyrir 28. desember. Ásta segir að lögfræðikostnaður úti í Bandarikjunum sé mjög hár. „Það þarf að borga lögfræðingum í Bandaríkjunum fyrirfram. Það er ekkert óalgengt að borga lögfræðingum fyrirfram 10.000 dali bara til að byrja. 1,2 eða 1,3 milljónir króna.“ Ásta segist vera að safna peningum núna og að hún verði til dæmis með kökubasar í Kringlunni um helgina. Eiginmaður Ástu er Bandaríkjamaður og tuttugu árum eldri en hún. Hann hlaut dóm fyrir vörslu barnakláms hér á landi skömmu áður en þau kynntust árið 2006. Þá hafði hann búið hér á landi í tíu ár. Þau fluttu út til Bandaríkjanna 2007 þar sem Ásta varð fyrirvinna þeirra þrátt fyrir að vera ekki með atvinnuleyfi þar ytra þar til að þau stofnuðu ísverksmiðju árið 2010.Við hvernig aðstæður myndu börnin búa úti í Bandaríkjunum? Ásta segir þau hjónin aldrei hafa átt nógu mikinn pening til að borga leigu eða að hita upp húsið. „Á veturna fór hitastigið inni niður í fimm stig, sem er náttúrulega ótrúlega erfitt þegar maður er með tvö lítil börn. Ég þurfti oft að setja þau í bað til að hlýja þeim. Síðan misstum við það hús fyrr á árinu, í mars, og fórum í annað hús sem var í raun aðeins betra. Það er ekki neitt öryggi fyrir börnin þarna úti í Bandaríkjunum. Við höfum ekki staðið í skilum þarna úti og það er ekki hægt að segja að við séum með öruggt húsnæði.“ Hún segir að aðstæðurnar sem börnin, tveggja og fjögurra ára, myndu búa við hjá föðurnum séu ekki góðar. „Síðan hafa þau ekki farið neins staðar á leikskóla áður. Þau hafa í raun aldrei verið í kringum annað fólk, félagslega. Það hefur bara verið ég og faðir þeirra. Þau hafa alltaf farið með okkur í vinnuna. Við eigum fyrirtæki þar sem við búum til ís. Þau fóru bara alltaf með okkur og þurftu að dunda sér á meðan við vorum að vinna.“ Ásta segir að nú þegar hún sé komin til Íslands, þá segir faðirinn að mörgulegt sé að kippa þessu öllu í liðinn. „Hann segir, já, það er hægt að setja þau á leikskóla og hægt að gera þetta, þetta og þetta. En orð eru ódýr.“Engin leið að semja við föðurinn? „Ég hugsa ekki. Eins og ég hef séð þetta þá hefur þetta verið valdabarátta. Þetta hefur lítið snúist um börnin heldur meira að fá okkur aftur út. Hann heldur að við séum að fara aftur út, inn á hans heimili og að allt verði eins og hér áður. Hann sleppur ekki takinu svo auðveldlega,“ segir Ásta.Ef þú neitar að fara út hvað gerist þá?„Þá kemur lögreglan og tekur börnin af mér og heldur þeim þangað til að hægt sé að afhenda manninum mínum þau persónulega,“ segir Ásta. Hún segist ekki vilja fara þá leið. „Nei. Þá er ég líka brotleg.“ Hlusta má á allt viðtalið við Ástu í hljóðskránni að ofan. Tengdar fréttir Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
„Það er rosalega lítið sem ég get gert. Ég þarf að heyja þessa forræðisdeilu úti í Bandaríkjunum, segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem var í lok síðasta mánaðar gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. Ásta mætti í viðtal í Ísland í bítið nú í morgun. „Ég þarf mögulega að flytja út. En ég er náttúrulega ekki með neina vinnu í Bandaríkjunum eða vinnuleyfi. Við erum bara að greiða úr þessu þessa dagana,“ segir Ásta. Hæstiréttur sneri með dómi sínum við fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness sem áður hafði úrskurðað að það myndi stefna andlegri heilsu þeirra í hættu að vera tekin úr umsjá móður þeirra. Ásta þarf því að snúa aftur í fyrrverandi heimabæ sinn í Poulsbo í Washington-ríki, fyrir 28. desember. Ásta segir að lögfræðikostnaður úti í Bandarikjunum sé mjög hár. „Það þarf að borga lögfræðingum í Bandaríkjunum fyrirfram. Það er ekkert óalgengt að borga lögfræðingum fyrirfram 10.000 dali bara til að byrja. 1,2 eða 1,3 milljónir króna.“ Ásta segist vera að safna peningum núna og að hún verði til dæmis með kökubasar í Kringlunni um helgina. Eiginmaður Ástu er Bandaríkjamaður og tuttugu árum eldri en hún. Hann hlaut dóm fyrir vörslu barnakláms hér á landi skömmu áður en þau kynntust árið 2006. Þá hafði hann búið hér á landi í tíu ár. Þau fluttu út til Bandaríkjanna 2007 þar sem Ásta varð fyrirvinna þeirra þrátt fyrir að vera ekki með atvinnuleyfi þar ytra þar til að þau stofnuðu ísverksmiðju árið 2010.Við hvernig aðstæður myndu börnin búa úti í Bandaríkjunum? Ásta segir þau hjónin aldrei hafa átt nógu mikinn pening til að borga leigu eða að hita upp húsið. „Á veturna fór hitastigið inni niður í fimm stig, sem er náttúrulega ótrúlega erfitt þegar maður er með tvö lítil börn. Ég þurfti oft að setja þau í bað til að hlýja þeim. Síðan misstum við það hús fyrr á árinu, í mars, og fórum í annað hús sem var í raun aðeins betra. Það er ekki neitt öryggi fyrir börnin þarna úti í Bandaríkjunum. Við höfum ekki staðið í skilum þarna úti og það er ekki hægt að segja að við séum með öruggt húsnæði.“ Hún segir að aðstæðurnar sem börnin, tveggja og fjögurra ára, myndu búa við hjá föðurnum séu ekki góðar. „Síðan hafa þau ekki farið neins staðar á leikskóla áður. Þau hafa í raun aldrei verið í kringum annað fólk, félagslega. Það hefur bara verið ég og faðir þeirra. Þau hafa alltaf farið með okkur í vinnuna. Við eigum fyrirtæki þar sem við búum til ís. Þau fóru bara alltaf með okkur og þurftu að dunda sér á meðan við vorum að vinna.“ Ásta segir að nú þegar hún sé komin til Íslands, þá segir faðirinn að mörgulegt sé að kippa þessu öllu í liðinn. „Hann segir, já, það er hægt að setja þau á leikskóla og hægt að gera þetta, þetta og þetta. En orð eru ódýr.“Engin leið að semja við föðurinn? „Ég hugsa ekki. Eins og ég hef séð þetta þá hefur þetta verið valdabarátta. Þetta hefur lítið snúist um börnin heldur meira að fá okkur aftur út. Hann heldur að við séum að fara aftur út, inn á hans heimili og að allt verði eins og hér áður. Hann sleppur ekki takinu svo auðveldlega,“ segir Ásta.Ef þú neitar að fara út hvað gerist þá?„Þá kemur lögreglan og tekur börnin af mér og heldur þeim þangað til að hægt sé að afhenda manninum mínum þau persónulega,“ segir Ásta. Hún segist ekki vilja fara þá leið. „Nei. Þá er ég líka brotleg.“ Hlusta má á allt viðtalið við Ástu í hljóðskránni að ofan.
Tengdar fréttir Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Berst áfram fyrir börnin "Ég er að reyna að komast frá þessum manni og ég ætla ekkert bara að gefast upp,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir, sem var í gær gert af Hæstarétti að afhenda börn sín tvö föður þeirra í Bandaríkjum. 29. október 2014 07:00