Lífið

„Hún hótaði mér lífláti oft“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sjónvarpsstöðin CBS rifjaði upp viðtal við kvikmyndaleikstjórann Woody Allen úr 60 mínútum frá árinu 1992 á miðvikudaginn vegna bréfs sem dóttir hans, Dylan Farrow, birti á bloggvef New York Times síðustu helgi. Í bréfinu sakaði hún Woody um kynferðislega misnotkun.

Í viðtalinu talar Woody við fréttamanninn Steve Kroft um forræðisdeiluna á milli hans og leikkonunnar Miu Farrow. Árið 1992 komst Mia að því að Woody væri í ástarsambandi við ættleidda dóttur sína, Soon-Yi Previn. Í viðtalinu sagði Woody að hann óttaðist um líf sitt og deildi Valentínusardagskorti sem Mia hafði sent honum.

„Hún sendi mér Valentínusardagskort. Hún sendi mér það ekki; hún gaf mér það. Ég þakkaði fyrir, fór niður, inní bíl og opnaði það. Og það var mjög, mjög, mjög hrollvekjandi kort sem var búið að leggja mikla vinnu í,“ sagði leikstjórinn. Í viðtalinu er sýnd mynd af kortinu en búið er að stinga nálum í myndir af börnunum og steikarhnífur rekinn í gegnum hjartað á kortinu.

„Ég varð hræddur. Hún hótaði mér lífláti oft. Hún hringdi og hótaði mér. Hún hótaði að hún myndi láta drepa mig eða drepa mig sjálf,“ bætti Woody við og sagði jafnframt að hann hafi tekið hótanirnar alvarlega.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.