Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Barnabækur eru mest lánaðar auk bóka mikilsvirtra þýðenda. fréttablaðið/gva Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira