Fótbolti

Suarez er verkjalaus | HM enn í myndinni

Suarez ætlar sér að spila á HM.
Suarez ætlar sér að spila á HM. vísir/getty
Luis Suarez þurfti að fara í lítilsháttar hnéaðgerð á dögunum og læknar úrúgvæska landsliðsins eru hæfilega bjartsýnir á að hann geti spila á HM.

Framherjinn fór í aðgerðina síðasta fimmtudag og þá var strax vitað að hann yrði í miklu kapphlaupi við tímann.

"Það er mjög hættulegt að gefa út nákvæmar tímasetningar um endurkomu leikmanns. Horfurnar eru þó nokkuð góðar á að hann spili með okkur," sagði Alberto Pan, læknir úrúgvæska liðsins.

"Luis er mjög jákvæður og segist vera betri með hverjum deginum. Hann er verkjalaus og er að vinna í sínum málum."

Fyrsti leikur Úrúgvæ á HM er þann 15. júní gegn Costa Ríka. Fjórum dögum síðar spilar liðið gegn Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×