Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2026 21:15 Strákarnir voru svekktir í leikslok. Eðlilega. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. Íslensku strákarnir mættu einbeittir til leiks og skoruðu úr fyrstu þremur sóknum sínum í leiknum. Það gerðu Danir hins vegar líka og því var enn allt jafnt eftir fimm mínútna leik. Danska liðið kom sér hins vegar í vesen næst þegar Íslendingar fóru í sókn. Báðir þristar danska liðsins, þeir Simon Hald og Magnus Saugstrup, nældu sér í tveggja mínútna brottvísun og íslenska liðið lék því tveimur mönnum fleiri næstu tæpu tvær mínúturnar. Þann tíma nýtti íslenska liðið vel og skoraði þrjú mörk gegn engu marki Dana áður en danska liðið varð fullskipað á ný. Staðan því orðin 6-3, Íslandi í vil og mikill meðbyr með strákunum okkar. Elliði Viðarsson skýtur að marki Dana í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Íslensku strákarnir héldu forystunni næstu mínútur, alveg þar til að um stundarfjórðungur var liðinn þegar Danir jöfnuðu í 8-8. Danir náðu svo forystunni í 9-8 eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu misnotað sitt vítið hvort. Orri Freyr Þorkelsson hjó hins vegar loksins á hnútinn fyrir íslenska liðið með marki úr vítakasti og jafnaði metin í 9-9, en þá hafði íslenska liðið ekki skorað í rúmar átta mínútur. Ísland - Danmörk undanúrslit á EM karla í handbolta í Herning Danmörku 2026 Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á að skora, og þá helst af vítalínunni. Danir voru þó alltaf fyrri til og þeir leiddu því með einu marki í hálfleik, staðan 14-13. Íslendingar voru fámennir, en áberandi í höllinni.Vísir/Vilhelm Íslensku strákarnir nýttu hléið vel, skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og tóku forystuna á ný. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur þar til Danir komust í 20-19 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Íslenska liðið tapaði boltanum í næstu sókn og Danir nýttu tapaða boltann til að auka muninn í tvö mörk. Gísli Þorgeir reyndist dönsku vörninni oft erfiður.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur íslenska liðsins var stirður þessar mínúturnar og Danir fengu tækifæri til að auka muninn í þrjú mörk af vítalínunni. Viktor Gísli Hallgrímsson varði hins vegar vítið og Snorri Steinn tók leikhlé fyrir Ísland. Danir náðu þó þriggja marka forskoti stuttu síðar, en strákarnir okkar héldu í við danska liðið. Tapaðir boltar léku íslenska liðið hins vegar grátt og gerðu strákunum okkar erfitt fyrir í von sinni um að jafna leikinn. Danir leiddu með fjórum mörkum þegar sléttar fimm mínútur voru til leiksloka. Íslensku strákarnir fengu oft að kenna á því í kvöld.Vísir/Vilhelm Munurinn á liðunum hélst í fjórum mörkum þar til Snorri Steinn tók leikhlé þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá þurfti íslenska liðið að taka sénsa. Sénsarnir gengu hins vegar ekki upp og Danir unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Danmork leikur því til úrslita á Evrópumótinu á sunnudaginn gegn Þjóðverjum, en Ísland mætir Króötum í leik um 3. sætið sama dag. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur um 3. sæti á EM í handbolta eftir svekkjandi þriggja marka tap gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana í undanúrslitum í kvöld, 31-28. Íslensku strákarnir mættu einbeittir til leiks og skoruðu úr fyrstu þremur sóknum sínum í leiknum. Það gerðu Danir hins vegar líka og því var enn allt jafnt eftir fimm mínútna leik. Danska liðið kom sér hins vegar í vesen næst þegar Íslendingar fóru í sókn. Báðir þristar danska liðsins, þeir Simon Hald og Magnus Saugstrup, nældu sér í tveggja mínútna brottvísun og íslenska liðið lék því tveimur mönnum fleiri næstu tæpu tvær mínúturnar. Þann tíma nýtti íslenska liðið vel og skoraði þrjú mörk gegn engu marki Dana áður en danska liðið varð fullskipað á ný. Staðan því orðin 6-3, Íslandi í vil og mikill meðbyr með strákunum okkar. Elliði Viðarsson skýtur að marki Dana í fyrri hálfleik.Vísir/Vilhelm Íslensku strákarnir héldu forystunni næstu mínútur, alveg þar til að um stundarfjórðungur var liðinn þegar Danir jöfnuðu í 8-8. Danir náðu svo forystunni í 9-8 eftir að Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon höfðu misnotað sitt vítið hvort. Orri Freyr Þorkelsson hjó hins vegar loksins á hnútinn fyrir íslenska liðið með marki úr vítakasti og jafnaði metin í 9-9, en þá hafði íslenska liðið ekki skorað í rúmar átta mínútur. Ísland - Danmörk undanúrslit á EM karla í handbolta í Herning Danmörku 2026 Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á að skora, og þá helst af vítalínunni. Danir voru þó alltaf fyrri til og þeir leiddu því með einu marki í hálfleik, staðan 14-13. Íslendingar voru fámennir, en áberandi í höllinni.Vísir/Vilhelm Íslensku strákarnir nýttu hléið vel, skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og tóku forystuna á ný. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur þar til Danir komust í 20-19 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Íslenska liðið tapaði boltanum í næstu sókn og Danir nýttu tapaða boltann til að auka muninn í tvö mörk. Gísli Þorgeir reyndist dönsku vörninni oft erfiður.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur íslenska liðsins var stirður þessar mínúturnar og Danir fengu tækifæri til að auka muninn í þrjú mörk af vítalínunni. Viktor Gísli Hallgrímsson varði hins vegar vítið og Snorri Steinn tók leikhlé fyrir Ísland. Danir náðu þó þriggja marka forskoti stuttu síðar, en strákarnir okkar héldu í við danska liðið. Tapaðir boltar léku íslenska liðið hins vegar grátt og gerðu strákunum okkar erfitt fyrir í von sinni um að jafna leikinn. Danir leiddu með fjórum mörkum þegar sléttar fimm mínútur voru til leiksloka. Íslensku strákarnir fengu oft að kenna á því í kvöld.Vísir/Vilhelm Munurinn á liðunum hélst í fjórum mörkum þar til Snorri Steinn tók leikhlé þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Þá þurfti íslenska liðið að taka sénsa. Sénsarnir gengu hins vegar ekki upp og Danir unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Danmork leikur því til úrslita á Evrópumótinu á sunnudaginn gegn Þjóðverjum, en Ísland mætir Króötum í leik um 3. sætið sama dag.