Hinir heimsþekktu tvífarar, leikarinn Will Ferrell og Chad Smith trommuleikari Red Hot Chili Peppers mættust í trommueinvígi aldarinnar fyrir skömmu. Einvígið fór fram í spjallþætti Jimmy Fallon á dögunum og er góð skemmtun.
Einvígi tvífaranna má rekja til deilna þeirra á milli, þar sem Ferrell hafði tjáð sig um að þeir væru í raun sami maðurinn en einvígið var til styrktar góðs málefnis. Smith skoraði Ferrell á hólm fyrir skömmu og tók hann áskoruninni.
Chad Smith er virtur trommuleikari og hefur sannað sig með hljómsveit sinni en Will Ferrell er þó af mörgum talinn einn fremsti kúabjölluleikari heimsins eftir stórkostlega frammistöðu í Saturday Night Live ekki alls fyrir löngu.
Trommueinvígi aldarinnar
Tengdar fréttir

Tvífarar í trommueinvígi aldarinnar
Chad Smith trommuleikari Red Hot Chili Peppers og leikarinn Will Ferrell ætla etja kappi í trommuleik.