Reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2014 09:43 Mikið að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en rétt fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um innbrot á heimili í Austurborginni. Innbrotsþjófurinn spennti upp glugga og fór inn. Stolið var sjónvarpi og fartölvu. Nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eftir nóttina. Maður var handtekinn um borð í erlendu skipi í Hafnarfjarðarhöfn á fimmta tímanum í nótt og er hann grunaður um líkamsárás. Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Klukkan tvö í nótt var maður handtekinn við Höfðabakka í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn réðst á lögreglumenn við afskipti hennar og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Um kvöldmatarleytið í gær var maður handtekinn við veitingahús í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið starfsmann veitingahússins í andlitið með glasi. Starfsmaðurinn skarst í andliti og ætlaði sjálfur að leita aðstoðar á Slysadeild. Ofbeldismaðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Um svipað leyti barst lögreglunni tilkynningu um meðvitundarlausan mann á stigagangi íbúðarhúss í Miðborginni. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar en á vettvangi fundu lögreglumenn Kannabisræktun. Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um slys á Frakkastíg en þar fannst kona sem hafði dottið á andlitið. Konan var blóðug í andliti og kenndi eymsla í vinstri hendi og var því flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Um klukkan fjögur í nótt hafði lögreglan afskipti af erlendum manni í Miðborginni vegna annarlegs ástands. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum en datt þá á höfuðið. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og síðan í fangageymslu þar sem hann var vistaður meðan ástand hans lagast. Maðurinn reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en rétt fyrir miðnætti í gær var tilkynnt um innbrot á heimili í Austurborginni. Innbrotsþjófurinn spennti upp glugga og fór inn. Stolið var sjónvarpi og fartölvu. Nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eftir nóttina. Maður var handtekinn um borð í erlendu skipi í Hafnarfjarðarhöfn á fimmta tímanum í nótt og er hann grunaður um líkamsárás. Maðurinn sem var í mjög annarlegu ástandi var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Klukkan tvö í nótt var maður handtekinn við Höfðabakka í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn réðst á lögreglumenn við afskipti hennar og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Um kvöldmatarleytið í gær var maður handtekinn við veitingahús í Miðborginni grunaður um líkamsárás. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið starfsmann veitingahússins í andlitið með glasi. Starfsmaðurinn skarst í andliti og ætlaði sjálfur að leita aðstoðar á Slysadeild. Ofbeldismaðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Um svipað leyti barst lögreglunni tilkynningu um meðvitundarlausan mann á stigagangi íbúðarhúss í Miðborginni. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar en á vettvangi fundu lögreglumenn Kannabisræktun. Á öðrum tímanum í nótt fékk lögreglan tilkynningu um slys á Frakkastíg en þar fannst kona sem hafði dottið á andlitið. Konan var blóðug í andliti og kenndi eymsla í vinstri hendi og var því flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Um klukkan fjögur í nótt hafði lögreglan afskipti af erlendum manni í Miðborginni vegna annarlegs ástands. Maðurinn reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum en datt þá á höfuðið. Maðurinn var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og síðan í fangageymslu þar sem hann var vistaður meðan ástand hans lagast. Maðurinn reyndi ítrekað að hrækja og sparka í lögreglumenn.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira