Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 17:17 Vísir/Pjetur Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira