Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 17:17 Vísir/Pjetur Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Fjármálaráðuneytið segir ekki rétt að tillaga ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar Geysissvæðisins í ár og á næsta ári, fyrir tugi milljóna króna, hafi falið í sér afsal einhverra réttinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu. en tilefni hennar eru ummæli talsmanna landeigenda hluta svæðisins. Þá segir að í samningsdrögunum hafi sérstaklega verið áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila. Einnig var áréttað að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins. „Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að ráðuneytið sé tilbúið að fara yfir samingsdrögin með félaginu ef meðlimir þess telja að í þeim felist afsal réttinda. Ríkissjóður bauð landeigendum í febrúar að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króna. Gegn því að fallið yrði frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. Þá var einnig óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Í lok febrúar var eigendunum sent samningsdrög þar sem þetta kom fram. „Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.“Tilkynningin í heild sinni er hér fyrir neðan: Vegna ummæla talsmanns landeigenda hluta Geysissvæðisins, um að í tillögu ríkissjóðs um greiðslu kostnaðar til verndar svæðinu í ár og á næsta ári fyrir tugi milljóna króna, hafi falist afsal einhverra réttinda tekur ríkissjóður fram að sú fullyrðing er ekki rétt. Í tillögu ríkissjóðs er engin krafa gerð um afsal réttinda.Í samningsdrögunum er sérstaklega áréttað að samkomulagið hafi engin áhrif á réttarstöðu aðila og að ríkissjóður eigi engar kröfur á sameigendur vegna framkvæmdanna eftir gildistíma samkomulagsins.Þá vill ríkissjóður að fram komi að þessi athugasemd er sú fyrsta sem ríkissjóður fær við samkomulagsdrögin enda hafa sameigendur ríkisins að hluta svæðisins ekki svarað tilboðinu á nokkurn hátt fram til þessa.Telji sameigendur samningsdrögin fela í sér afsal réttinda er fjármála- og efnahagsráðuneytið tilbúið að fara yfir þau mál með þeim. Þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna ummæla talsmanns landeigenda í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.Ríkissjóður bauð í febrúar sl. sameigendum að svæðinu umhverfis Geysi að ráðast í framkvæmdir á svæðinu á þessu ári fyrir tugi milljóna króa. Eins að ríkissjóður bæri allan kostnað vegna reksturs og gæslu á svæðinu. Jafnframt var óskað eftir því að þeir legðu fram upplýsingar um þann kostnað sem þeir hefðu haft af rekstri svæðisins. Sameigendum voru í lok febrúar send samningsdrög þar sem þetta kom fram.Þetta var boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu.Vegna umræðu um Geysissvæðið að undanförnu er enn fremur áréttað að ríkið er einkaeigandi þess hluta lands innan girðingar á svæðinu sem hefur mest aðdráttarafl. Innan þess eru helstu hverir svæðisins, þ.e. Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis þessa séreign ríkisins er hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina u.þ.b 25% í sameignarlandinu með félaginu.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira