Innlent

Hjólaði á ljósastaur í Lækjargötu

Hjólreiðamaður, sem hjólaði á miklum hraða niður Bankastrætið í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt, missti stjórn á hjólinu og hafnaði á ljósastaur við Lækjargötu.

Við höggið meiddist hann meðal annars á höfði og fæti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Höggið var svo mikið að stell hjólsins brotnaði.

Þá voru tveir ökumenn bíla teknir úr umferð í nótt vegna fíkniefnaaksturs og var annar þeirra með fíkniefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×