Innlent

Stolinn jeppi á Selfossi fannst á Dalvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nissan Patrol jeppi.
Nissan Patrol jeppi. Mynd/Wikipedia
Lögreglumenn á Dalvík höfðu hendur í hári þjófs sem tók Nissan Patrol jeppa ófrjálsri hendi á Selfossi á dögunum. Viðurkenndi þjófurinn verknaðinn sem var einn af sjö þjófnuðum sem kærðir voru til lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku..

Í nótt var brotist inn í ullarvinnslubúðina í Þingborg í Flóa og þaðan stolið skiptimynt. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í Lyf og heilsu í Þorlákshöfn. Þjófurinn hafði á brott lyfseðla og eitthvað lítilræði af peningum. Tilkynnt var um innbrot í tvo sumarbústaði, annar staðsettur í Öndverðanesi og hinn við Þingvallavatn skammt frá Heiðabæ.

Þá voru nítján ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, einn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnaakstur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×