Bæjarstjórn Akureyrar einhuga um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Sveinn Arnarsson og Bjarki Ármannsson skrifa 18. nóvember 2014 22:58 Logi Einarsson er einn fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Vísir/Loftmyndir/Aðsend Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum.
Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58
Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11
Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46