Bæjarstjórn Akureyrar einhuga um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Sveinn Arnarsson og Bjarki Ármannsson skrifa 18. nóvember 2014 22:58 Logi Einarsson er einn fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Vísir/Loftmyndir/Aðsend Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum. Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þremenningarnir í bæjarstjórn Akureyrar sem sátu hjá í afgreiðslu ályktunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar gerðu það einungis vegna síðustu setningar ályktunarinnar. Þar segir að það komi „ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.“ „Það var síðasta setningin í ályktuninni sem ég gat ekki sætt mig við,“ segir Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn og einn þeirra þriggja sem sátu hjá í kvöld. „Það að mönnum finnist skiljanlegt að tillaga liggi fyrir Alþingi að taka skipulagsvaldið af borginni.“ Logi, ásamt þeim Sigríði Huld Jónsdóttur og Margréti Kristínu Helgadóttur, lagði fram breytingartillögu þar sem þessi setning er tekin út. Þar, líkt og í ályktuninni sem samþykkt var að lokum, er lýst yfir þungum áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmdra á Hlíðarendasvæðinu. Sú skoðun er ítrekuð að Reykjavík, sem höfuðborg Íslands, hafi víðtækum skyldum að gegna gangvart landsmönnum öllum. Dagur Fannar Dagsson, bæjarfulltrúi L-listans, tjáir sig um fundinn á Facebook-síðu sinni. Hann segir alla bæjarfulltrúa, að sínu viti, hafa verið sammála um að Rögnunefndin ætti að fá frið til sinna verka. „Ágreiningsefnið var í meginatriðum, að mínu mati, hvort að nefndin væri að fá þann frið sem hún á svo sannarlega skilið,“ skrifar Dagur. „Mitt mat er það að friðurinn hafi verið rofinn og af þeim sökum studdi ég mjög beinskeytta bókun sem beint var bæði til Borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis Íslands.“ Bókunin sem þremenningarnir úr Samfylkingunni og Bjartri framtíð lögðu til er birt í heild sinni hér fyrir neðan.Við lýsum þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.Bæjarstjórn hvetur Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.Reykjavík er miðstöð stjórnsýslu og mikilvægustu stofnana landsins. Íbúar hafa því mikla hagsmuni af því að eiga sem greiðasta leið að henni. Þá er hún er jafnframt höfuðborg Íslands og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landsmönnum öllum.
Tengdar fréttir Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58 Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11 Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Tekist á um Reykjavíkurflugvöll í bæjarstjórn Akureyrar Bókun um málefni flugvallarins var samþykkt með átta atkvæðum í kvöld. Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu málsins. 18. nóvember 2014 21:58
Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda samþykkt Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í dag breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda. Málinu verður vísað til samþykkis borgarráðs. 5. nóvember 2014 21:11
Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Fulltrúar Isavia og Hjartans í Vatnsmýri svöruðu spurningum þingmanna á opnum nefndafundi á Alþingi í gær. Þeir sem standa vilja vörð um völlinn áréttuðu áhyggjur sínar af öryggi sjúkraflugs verði flugbrautum lokað. 7. nóvember 2014 07:00
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46