Þarf aðeins tvö atkvæði til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 11:19 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt frumvarpinu ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins en þess skal getið að Vilhjálmur drekkur ekki sjálfur og hann hefur aldrei gert. Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst ekki styðja frumvarpið að sögn Vilhjálms. Ljóst er að frumvarpið, verði það að lögum, mun gjörbylta smásöluverslun með áfengi hér á landi. Vilhjálmur segist hafa vilyrði fyrir stuðningi þrjátíu þingmanna við frumvarpið. Að þessu virtu þarf hann aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að frumvarpið verði örugglega að lögum þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt mínum útreikningum eru þetta um þrjátíu þingmenn sem styðja frumvarpið. Einhverjir eru óákveðnir ennþá og ætla að bíða eftir þinglegri meðferð málsins og ætla að taka afstöðu til þess þá,“ segir Vilhjálmur. Ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin samkvæmt frumvarpinu. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana. Vilhjálmur telur að frumvarpið muni stuðla að bættu umgengni við áfengi ekki síst í minni bæjarfélögum þar sem stórar verslunarferðir í vínbúðir líði undir lok vegna bætts aðgengis. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi 760 milljónir til rekstrar SÁÁ.Þyrfti ekki að hækka framlög til SÁÁ og efla annað forvarnarstarf samhliða frumvarpinu? „Ég er á þeirri skoðun að það þarf að það þarf að auka fjárframlag til SÁÁ og annars forvarnarstarf hvort sem frumvarpið verður að lögum eða ekki. Áfengisvandinn er til staðar og sá rekstur sem við höfum á Vínbúðunum er ekki til þess fallinn að draga úr neyslu áfengis miðað við hvað Vínbúðirnar hafa auglýst mikið og aukið þjónustu sína,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira