Innlent

Prjónuðu ullarteppi og húfur fyrir Hvít-Rússa

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Nemendur í Kelduskóla í Grafarvogi hafa undanfarna mánuði prjónað ullarteppi og húfur handa hvít-rússnesku þjóðinni.

Fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossinum að samtökin hafi haft veg og vanda að fatasöfnun til handa hvít-rússnesku þjóðinni á undanförnum árum.

Veturnir hafa reynst erfiðir síðustu ár og búa Hvít-Rússar við lélegri húsakost en þekkist í vestanverðri Evrópu – sérstaklega í dreifðari byggðum.

Allt frá árinu 2012 hafa eldri borgarar lagt fatasöfnuninni lið með því að prjóna hlý föt og teppi sem hafa verið send til Hvíta-Rússlands.

Nú hafa nemendur Kelduskóla gert slíkt hið sama, en börnin sem lögðu fram vinnu sína stunda nám við 4.-8. bekk skólans.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur sýna snilli sína við prjónaskapinn.

Þessir hressu krakkar prjónuðu undir dyggri handleiðslu textílkennara Kelduskóla, Sigríðar Guðjónsdóttur.

Afrakstur prjónaskapsins var afhentur starfsmönnum Rauða krossins við hátíðlega athöfn í Kelduskóla í morgun, fimmtudaginn 11. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×