„Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. september 2014 14:42 Alexander Jarl úti í Bandaríkjunum. Myndir/úr einkasafni „Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. Móðir Alexanders Jarls er íslensk en faðir hans er palestínskur og er búsettur í Bandaríkjunum. „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti,“ bætir hann við. Í síðustu viku ferðaðist Alexander til föður síns til Minneapolis í Bandaríkjunum. Við komuna til Bandaríkjanna var hann færður til yfirheyrslu, þar sem hann var þráspurður hvað hann ætlaði sér að gera í Bandaríkjunum.Landamæravörðurinn var aðdáandi Gunnars Nelson.Þakkar Gunnari Nelson Alexander skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sín við bandarískan landamæravörð. Vörðurinn spurði Alexander hvað hann ætlaði að gera í Bandaríkjunum. Alexander sagðist vera að heimsækja föður sinn og spurði vörðurinn um uppruna hans. Þegar Alexander tjáði verðinum að faðir hans væri frá Palestínu var hann færður til yfirheyrslu. „Við förum inn í herbergi og hann heldur áfram með spurningarnar. Hvert einasta orð sem ég segi styrkir hans trú um að ég ætli mér að búa ólöglega í landinu hans. Eftir tvo klukkutíma af honum að setja saman ástæður til að henda mér úr landi, þá spyr hann mig hvað ég geri í frítíma mínum og ég segi honum að ég æfi Jiu-jitsu.“ Alexander segir að þarna hafi viðmót landamæravarðarins breyst. „Hann spyr hvort ég æfi í Meh-joll-neer [Mjölni]. Eftir 10 mínútna spjall um Gunna Nelson og donkey guard, ákveður hann að hleypa mér inn í landið,“ útskýrir hann og þakkar Gunnari Nelson sérstaklega fyrir.Ekki í fyrsta skiptið Alexander er iðulega stöðvaður og spurður út í ferðalög sín á flugvöllum og rekur það til eftirnafns síns. Alexander Jarl, sem hefur verið iðinn við að semja rapptónlist undanfarin ár ferðaðist þá til Bandaríkjanna til þess að leika tónlist sína fyrir Bandaríkjamenn. „2011 fór ég í tónleikaferðalag til New York. Ég man ekki hvort leitað var á mér á flugvellinum heima en landamæraverðirnir úti tóku mig um leið og þeir sáu eftirnafnið, en stúlkan sem ég ferðaðist með fór beint í gegn,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Ég var sendur inn í herbergi með rúmlega tuttugu einstaklingum sem litu út alveg eins og ég. Brúnir, með skegg og á tvítugsaldri. Eftir 45 mínútna bið er ég tekinn inn í yfirheyrsluherbergi. Tveir menn, báðir með skammbyssur í beltinu, spyrja mig að fáránlegustu hlutunum. Ein furðulegasta spurningin var hvað bílnúmerið hjá þáverandi tengdamóður minni væri.“ Að lokum var honum þó hleypt í gegn, eftir tveggja klukkustunda yfirheyrslur. Honum þykir leiðinlegt að vera niðurlægður útaf kynþætti sínum, en segist ekki hafa orðið hræddur í þessum yfirheyrslum. „Það versta sem þeir geta gert við mig er að senda mig aftur heim á klakann.“ Faðir Alexanders rekur heildverslun í Bandaríkjunum og hefur gert það í um tvo áratugi. Alexander er nú á heimleið, eftir um viku dvöl í Bandaríkjunum. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Ég lendi í „handahófskenndri leit“ í fjórum af hverjum fimm skiptum sem ég ferðast, bæði á flugvellinum hér heima og erlendis,“ segir Alexander Jarl Abu-Samrah. Móðir Alexanders Jarls er íslensk en faðir hans er palestínskur og er búsettur í Bandaríkjunum. „Það leiðinlega við þetta er í raun að vera niðurlægður svona og það út af kynþætti,“ bætir hann við. Í síðustu viku ferðaðist Alexander til föður síns til Minneapolis í Bandaríkjunum. Við komuna til Bandaríkjanna var hann færður til yfirheyrslu, þar sem hann var þráspurður hvað hann ætlaði sér að gera í Bandaríkjunum.Landamæravörðurinn var aðdáandi Gunnars Nelson.Þakkar Gunnari Nelson Alexander skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sín við bandarískan landamæravörð. Vörðurinn spurði Alexander hvað hann ætlaði að gera í Bandaríkjunum. Alexander sagðist vera að heimsækja föður sinn og spurði vörðurinn um uppruna hans. Þegar Alexander tjáði verðinum að faðir hans væri frá Palestínu var hann færður til yfirheyrslu. „Við förum inn í herbergi og hann heldur áfram með spurningarnar. Hvert einasta orð sem ég segi styrkir hans trú um að ég ætli mér að búa ólöglega í landinu hans. Eftir tvo klukkutíma af honum að setja saman ástæður til að henda mér úr landi, þá spyr hann mig hvað ég geri í frítíma mínum og ég segi honum að ég æfi Jiu-jitsu.“ Alexander segir að þarna hafi viðmót landamæravarðarins breyst. „Hann spyr hvort ég æfi í Meh-joll-neer [Mjölni]. Eftir 10 mínútna spjall um Gunna Nelson og donkey guard, ákveður hann að hleypa mér inn í landið,“ útskýrir hann og þakkar Gunnari Nelson sérstaklega fyrir.Ekki í fyrsta skiptið Alexander er iðulega stöðvaður og spurður út í ferðalög sín á flugvöllum og rekur það til eftirnafns síns. Alexander Jarl, sem hefur verið iðinn við að semja rapptónlist undanfarin ár ferðaðist þá til Bandaríkjanna til þess að leika tónlist sína fyrir Bandaríkjamenn. „2011 fór ég í tónleikaferðalag til New York. Ég man ekki hvort leitað var á mér á flugvellinum heima en landamæraverðirnir úti tóku mig um leið og þeir sáu eftirnafnið, en stúlkan sem ég ferðaðist með fór beint í gegn,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Ég var sendur inn í herbergi með rúmlega tuttugu einstaklingum sem litu út alveg eins og ég. Brúnir, með skegg og á tvítugsaldri. Eftir 45 mínútna bið er ég tekinn inn í yfirheyrsluherbergi. Tveir menn, báðir með skammbyssur í beltinu, spyrja mig að fáránlegustu hlutunum. Ein furðulegasta spurningin var hvað bílnúmerið hjá þáverandi tengdamóður minni væri.“ Að lokum var honum þó hleypt í gegn, eftir tveggja klukkustunda yfirheyrslur. Honum þykir leiðinlegt að vera niðurlægður útaf kynþætti sínum, en segist ekki hafa orðið hræddur í þessum yfirheyrslum. „Það versta sem þeir geta gert við mig er að senda mig aftur heim á klakann.“ Faðir Alexanders rekur heildverslun í Bandaríkjunum og hefur gert það í um tvo áratugi. Alexander er nú á heimleið, eftir um viku dvöl í Bandaríkjunum.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira