Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2014 15:43 Kristín Ingólfsdóttir. Vísir/Anton Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira