„Ég sá að ég var ekki að ráða við þetta“ Ellý Ármanns skrifar 2. júlí 2014 15:30 Herbert og Lísa héldu upp á sambandið á Austur Indíafélaginu. Þau byrjuðu saman fyrir tveimur árum. mynd/einkasafn Herberts Herbert Guðmundsson tók ákvörðun fyrir sjö árum þegar hann áttaði sig á því að hann var að missa tökin á lífi sínu og fór í meðferð. Herbert var á þeim tíma sokkinn í eiturlyfjanotkun og drykkju. Hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebooksíðuna sína í gær:„Í morgun kl: 10:00 er sjö ár liðin síðan ég tók þá blessunarríku ákvörðun að hætta að nota öll hugbreytandi efni, hvílík blessun og þakklæti Guði, vissum tólf spora samtökum og manninum sem leiddi mig inní ljósið : Baldur Freyr Einarsson. Guð blessi þig og þitt stórkostlega starf elsku vinur, þú ert svo sannarlega ljósberi, er svo óendanlega þakklátur.“ mynd/arnold Kominn tími til að gera eitthvað í málunum Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara í meðferð svarar Herbert: ,,Ég sá að ég var ekki að ráða við þetta og það var kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Erfiðasta vandamálið er að sjúkdómurinn segir manni að maður sé ekki með hann. Maður var bara ,,aðeins að fá sér" - skilurðu?" „Kerfið á á Íslandi eins og meðferðastofnanirnar SÁÁ og Vogur eru meiriháttar gæfa. Mér finnst að stjórnvöld eigi að styðja við þessa starfsemi í landinu því þar fer fram stórkostlegt starf. Þetta er svo mikill fjölskyldusjúkdómur. Hann kemur niður á eiginkonum, börnum, eiginmönnum, foreldrum og öllum.“Ástfanginn upp fyrir haus Þegar talið berst að unnustu Herberts, Lísu Dögg Helgadóttur, sem hann kynntist fyrir tveimur árum, segir Herbert: „Hún er eins og hún á að vera. Hún er æðisleg og er rosa stuðningur. Ég gat ekki fengið betri konu en hana. Hún stendur á bak við mig bæði í þessu og tónlistinni. Hún gerir með mér ýmislegt eins og texta og prófarkalestur,“ segir Herbert þakklátur. „Ég þakka bara tólf spora kerfinu og guði náttúrulega,“ segir Herbert einlægur áður en kvatt er. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Herbert Guðmundsson tók ákvörðun fyrir sjö árum þegar hann áttaði sig á því að hann var að missa tökin á lífi sínu og fór í meðferð. Herbert var á þeim tíma sokkinn í eiturlyfjanotkun og drykkju. Hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebooksíðuna sína í gær:„Í morgun kl: 10:00 er sjö ár liðin síðan ég tók þá blessunarríku ákvörðun að hætta að nota öll hugbreytandi efni, hvílík blessun og þakklæti Guði, vissum tólf spora samtökum og manninum sem leiddi mig inní ljósið : Baldur Freyr Einarsson. Guð blessi þig og þitt stórkostlega starf elsku vinur, þú ert svo sannarlega ljósberi, er svo óendanlega þakklátur.“ mynd/arnold Kominn tími til að gera eitthvað í málunum Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara í meðferð svarar Herbert: ,,Ég sá að ég var ekki að ráða við þetta og það var kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Erfiðasta vandamálið er að sjúkdómurinn segir manni að maður sé ekki með hann. Maður var bara ,,aðeins að fá sér" - skilurðu?" „Kerfið á á Íslandi eins og meðferðastofnanirnar SÁÁ og Vogur eru meiriháttar gæfa. Mér finnst að stjórnvöld eigi að styðja við þessa starfsemi í landinu því þar fer fram stórkostlegt starf. Þetta er svo mikill fjölskyldusjúkdómur. Hann kemur niður á eiginkonum, börnum, eiginmönnum, foreldrum og öllum.“Ástfanginn upp fyrir haus Þegar talið berst að unnustu Herberts, Lísu Dögg Helgadóttur, sem hann kynntist fyrir tveimur árum, segir Herbert: „Hún er eins og hún á að vera. Hún er æðisleg og er rosa stuðningur. Ég gat ekki fengið betri konu en hana. Hún stendur á bak við mig bæði í þessu og tónlistinni. Hún gerir með mér ýmislegt eins og texta og prófarkalestur,“ segir Herbert þakklátur. „Ég þakka bara tólf spora kerfinu og guði náttúrulega,“ segir Herbert einlægur áður en kvatt er.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira