„Í morgun kl: 10:00 er sjö ár liðin síðan ég tók þá blessunarríku ákvörðun að hætta að nota öll hugbreytandi efni, hvílík blessun og þakklæti Guði, vissum tólf spora samtökum og manninum sem leiddi mig inní ljósið : Baldur Freyr Einarsson. Guð blessi þig og þitt stórkostlega starf elsku vinur, þú ert svo sannarlega ljósberi, er svo óendanlega þakklátur.“

Spurður hvað varð til þess að hann ákvað að fara í meðferð svarar Herbert: ,,Ég sá að ég var ekki að ráða við þetta og það var kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Erfiðasta vandamálið er að sjúkdómurinn segir manni að maður sé ekki með hann. Maður var bara ,,aðeins að fá sér" - skilurðu?"
„Kerfið á á Íslandi eins og meðferðastofnanirnar SÁÁ og Vogur eru meiriháttar gæfa. Mér finnst að stjórnvöld eigi að styðja við þessa starfsemi í landinu því þar fer fram stórkostlegt starf. Þetta er svo mikill fjölskyldusjúkdómur. Hann kemur niður á eiginkonum, börnum, eiginmönnum, foreldrum og öllum.“
Ástfanginn upp fyrir haus
Þegar talið berst að unnustu Herberts, Lísu Dögg Helgadóttur, sem hann kynntist fyrir tveimur árum, segir Herbert: „Hún er eins og hún á að vera. Hún er æðisleg og er rosa stuðningur. Ég gat ekki fengið betri konu en hana. Hún stendur á bak við mig bæði í þessu og tónlistinni. Hún gerir með mér ýmislegt eins og texta og prófarkalestur,“ segir Herbert þakklátur.
„Ég þakka bara tólf spora kerfinu og guði náttúrulega,“ segir Herbert einlægur áður en kvatt er.