Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán Kjartan Atli Kjartansson og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. mars 2014 16:41 VÍSIR/VALLI „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
„Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. Bjarni kynnti tvö lagafrumvörp sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Hann kynnti leiðréttingarnar ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni sagði þá vera að boða nýja sýn í húsnæðismálum.Glærur ráðherranna frá fundinum með skýringum má sjá í viðhengi neðst í fréttinni. „Við höfum búið við kerfi þar sem hvatinn hefur verið taka há lán. Þetta nýja fyrirkomulag, sem þó gengur ekkert á fyrra fyrirkomulagið, byggir á að það sé skynsamlegt að leggja fyrir, til þess að eiga fyrir fasteignakaupunum,“ sagði Bjarni og bætti við að með þessu nýja kerfi væri dregið úr vaxtabótum til framtíðar. Alls sögðu Bjarni og Sigmundur að heildarupphæð leiðréttinganna, með hinni svokölluðu séreignarlífeyrissparnaðarleið, væri um 150 milljarðar króna. Áttatíu milljarðar færu í beinar skuldaniðurfellingar og sjötíu milljarðar væru í formi skattaafsláttar á séreignarlífeyrissparnaði. Bjarni og Sigmundur lögðu áherslu á að auðvelt yrði að sækja um leiðréttinguna. Hægt verður að sækja um leiðréttinguna 15. maí, á vef ríkisskattstjóra, og rennur umsóknarfrestur út þann 1. september. Aðgerðirnar ná til allt að 100 þúsund heimila að því kemur fram á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Samanlögð áhrif aðgerðanna geti lækkað dæmigert húsnæðislán um um það bil 20 prósent.Tímabundnar aðgerðir til þriggja og fimm ára Efni frumvarpsins má skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til úrræði sem heimilar fjölskyldu að ráðstafa séreignasparnaði inn á veðlán sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Hins vegar er lagt til úrræði sem heimilar ráðstöfun iðgjalda sem safnast hafa upp á tilteknu tímabili til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Í báðum tilvikum er um að ræða tímabundnar og skattfrjálsar aðgerðir. Úrræðin eru til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu eða ráðstöfun iðgjalda inn á lán. En fimm ár í tilviki húsnæðissparnaðar.Hámark hálf milljón á áriÁ heimasíðu Fjármálaráðuneytisins er farið yfir grunnviðmiðin varðandi frumvörpin. Þau nái til heimila, fjölskyldna og einstaklingar. Með fasteign sé átt við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Gildistími takmarkist við þau iðgjöld sem greidd eru vegna tímabilsins 1. júlí 2014 til 30. júní 2017. Hámarksfjárhæð á ári er samtals 500 þúsund kr. á fjölskyldu og fasteign (samtals 1,5 milljónir kr. á þremur árum). Hámarksiðgjald er 4% frá launþega og 2% frá launagreiðanda. Einstaklingur spari a.m.k. 2% eða til jafns við framlag launagreiðanda, ef það er lægra en 2%.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira