Hengja upp barnaföt fyrir hvert dáið barn á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2014 13:44 Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. vísir/AÐSEND Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri. Gasa Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Gasa Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira