Gömul sprengjuflugvél lenti í Keflavík Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2014 19:52 Almenningi gefst færi á að skoða Avro Lancaster-vélina úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli milli klukkan 11 og 13 á morgun, fimmtudag. Vísir/AFP Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 21 í kvöld. Vélin er á leið yfir Atlantshafið á leið til Bretlands til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Vélin er önnur af tveimur slíkum vélum sem eru í flughæfu ástandi í dag. Almenningi gefst færi á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli við Icelandair Hotel Reykjavik Natura milli klukkan 11 og 13 á morgun, fimmtudag. Á Facebook-síðu Flugmálafélagsins segir að áætluð lending í Reykjavík sé klukkan 9:15. Í tilkynningu frá Flugmálafélaginu segir að alls hafi 7.377 flugvélar af þessari tegund verið smíðaðar í nokkrum gerðum á stríðsárunum, meðal annars í Kanada. Af þessum 7.377 flugvélum sem voru smíðaðar voru yfir 3.200 skotnar niður af loftvarnarsveitum þýska þriðja ríkisins og með þeim fórst gríðarlegur fjöldi manna. 55.573 af um 120 þúsund flugáhafnarmeðlimum í sprengjusveitum breska flughersins fórust til að mynda í stríðinu í átökum við þriðja ríkið. „Eftir að stríðinu lauk var flugvélum þessarar gerðar mjög fljótlega lagt og þær brotnar upp í brotajárn. Kanadíski flugherinn ákvað hins vegar að nota nokkurn fjölda þeirra flugvéla sem smíðaðar voru í Kanada á stríðsárunum sem leitar og björgunarflugvélar yfir úthöfunum (Maritime Search and Rescue). Flugvélin sem kemur hingað til lands er einmitt ein af þeim flugvélum en hún hafði skráningarmerið FM213 hjá kanadíska flughernum og var tekin úr þjónustu hersins í nóvember 1963. Á ferli sínum hjá flughernum kom þessi flugvél nokkrum sinnum til Keflavíkur og er meðal annars til mynd af henni á Keflavíkurflugvelli árið 1958 þegar hún var notuð sem fylgdarflugvél með hópi kanadískra orrustuflugvéla sem verið var að ferja yfir hafið. Ferð Lancaster flugvélarinnar yfir Atlantshafið til Bretlands er farin til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni, og verður öllum eftirlifandi meðlimum sprengjuflugsveitanna boðið á sérstakt hóf í tilefni komu vélarinnar til Bretlands á föstudaginn. Þess má geta að flugvélinn er máluð í litum flugvélar úr kanadísku 419 (Moose) flugsveitinni, en það var á flugvél í þessum litum sem P/O Andrew Mynarski vann æðsta heiðursmerki bresku krúnunnar fyrir hugrekki – Victoria Cross – þann 13. júní 1944 þegar hann reyndi að bjarga félaga sínum úr brennandi flaki flugvélarinnar eftir árás þýskrar næturorrustuflugvélar. Hjá rekstraraðila flugvélarinnar, Canadian Warplane Heritage Museum gengur flugvélin undir nafninu Mynarski Lancaster honum til heiðurs. Þessi Lancaster flugvél mun verða í Bretlandi í um það bil sex vikur og mun þar taka þátt í flugsýningum með annarri Lancasterflugvél frá RAF Battle of Britain Memorial Flight en þessar tvær eru einu Lancaster flugvélarnar sem eru flughæfar í heiminum í dag. Ferð flugvélarinnar yfir Atlantshafið hefur vakið gríðarlega athygli hjá flugáhugamönnum og er nú svo komið að uppselt er á sumar af þeim flugsýningum sem Lancaster flugvélarnar sýna saman,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 21 í kvöld. Vélin er á leið yfir Atlantshafið á leið til Bretlands til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Vélin er önnur af tveimur slíkum vélum sem eru í flughæfu ástandi í dag. Almenningi gefst færi á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli við Icelandair Hotel Reykjavik Natura milli klukkan 11 og 13 á morgun, fimmtudag. Á Facebook-síðu Flugmálafélagsins segir að áætluð lending í Reykjavík sé klukkan 9:15. Í tilkynningu frá Flugmálafélaginu segir að alls hafi 7.377 flugvélar af þessari tegund verið smíðaðar í nokkrum gerðum á stríðsárunum, meðal annars í Kanada. Af þessum 7.377 flugvélum sem voru smíðaðar voru yfir 3.200 skotnar niður af loftvarnarsveitum þýska þriðja ríkisins og með þeim fórst gríðarlegur fjöldi manna. 55.573 af um 120 þúsund flugáhafnarmeðlimum í sprengjusveitum breska flughersins fórust til að mynda í stríðinu í átökum við þriðja ríkið. „Eftir að stríðinu lauk var flugvélum þessarar gerðar mjög fljótlega lagt og þær brotnar upp í brotajárn. Kanadíski flugherinn ákvað hins vegar að nota nokkurn fjölda þeirra flugvéla sem smíðaðar voru í Kanada á stríðsárunum sem leitar og björgunarflugvélar yfir úthöfunum (Maritime Search and Rescue). Flugvélin sem kemur hingað til lands er einmitt ein af þeim flugvélum en hún hafði skráningarmerið FM213 hjá kanadíska flughernum og var tekin úr þjónustu hersins í nóvember 1963. Á ferli sínum hjá flughernum kom þessi flugvél nokkrum sinnum til Keflavíkur og er meðal annars til mynd af henni á Keflavíkurflugvelli árið 1958 þegar hún var notuð sem fylgdarflugvél með hópi kanadískra orrustuflugvéla sem verið var að ferja yfir hafið. Ferð Lancaster flugvélarinnar yfir Atlantshafið til Bretlands er farin til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugsveitanna sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni, og verður öllum eftirlifandi meðlimum sprengjuflugsveitanna boðið á sérstakt hóf í tilefni komu vélarinnar til Bretlands á föstudaginn. Þess má geta að flugvélinn er máluð í litum flugvélar úr kanadísku 419 (Moose) flugsveitinni, en það var á flugvél í þessum litum sem P/O Andrew Mynarski vann æðsta heiðursmerki bresku krúnunnar fyrir hugrekki – Victoria Cross – þann 13. júní 1944 þegar hann reyndi að bjarga félaga sínum úr brennandi flaki flugvélarinnar eftir árás þýskrar næturorrustuflugvélar. Hjá rekstraraðila flugvélarinnar, Canadian Warplane Heritage Museum gengur flugvélin undir nafninu Mynarski Lancaster honum til heiðurs. Þessi Lancaster flugvél mun verða í Bretlandi í um það bil sex vikur og mun þar taka þátt í flugsýningum með annarri Lancasterflugvél frá RAF Battle of Britain Memorial Flight en þessar tvær eru einu Lancaster flugvélarnar sem eru flughæfar í heiminum í dag. Ferð flugvélarinnar yfir Atlantshafið hefur vakið gríðarlega athygli hjá flugáhugamönnum og er nú svo komið að uppselt er á sumar af þeim flugsýningum sem Lancaster flugvélarnar sýna saman,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira