Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 14:46 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, var einn þeirra sem þáði boðsmiða á tónleika Justins Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marínó „Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
„Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent