Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 14:46 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, var einn þeirra sem þáði boðsmiða á tónleika Justins Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marínó „Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
„Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00