Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 14:46 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, var einn þeirra sem þáði boðsmiða á tónleika Justins Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marínó „Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00