Krefjast þess að nafnið Harriet verði skráð í Þjóðskrá ingvar haraldsson skrifar 3. júlí 2014 14:08 Foreldrar Duncans og Harrietar Cardew hyggjast fá börn sín skráð réttum nöfnum í Þjóðskrá. vísir/daníel Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“ Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kristín og Tristan Cardew, ætla að krefjast þess að yngri börn þeirra, verði nefnd Duncan og Harriet í Þjóðskrá en Þjóðskrá hefur fram til þess skráð börnin stúlka og drengur Cardew. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna, hyggst senda greinargerð til Innanríkisráðuneytisins vegna málsins. Ragnar segir brotið gegn jafnræðisreglu með því að heimila íslenskum ríkisborgurum af erlendum uppruna að bera erlend nöfn en ekki þeim sem fæddir eru á Íslandi. „Það eru ákvæði í lögum um að sumir íslenskir ríkisborgar fái að skráð nöfn sem ekki séu í samræmi við íslenskar nafnahefðir og beygist ekki eins og íslensk nöfn. Þá ertu kominn með tvo hópa í þjóðfélaginu sem hafa mismunandi réttarstöðu.“Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður hjónanna.Harriet Cardew var neitað um vegabréf af íslenskum stjórnvöldum því mannanafnanefnd hafnaði nafninu. Ragnar segir það brot á meðalhófsreglu: „Ég tel að íslensk stjórnvöld geti ekki svipt íslenska ríkisborgara ferðafrelsi út af ágreiningi um hvort og hvernig eigi að skrá nöfn í Þjóðskrá. Það er hægt að ná markmiðum nafnalaga með öðrum hætti en þessum.“ Ragnar bætir við: „Það þarf að skilja það að nöfn eru mikilvægur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings og eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að með réttinum til friðhelgi einkalífs. Þess vegna þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Hinsvegar geta menningarleg og málfarsleg og menningarleg sjónarmið geta skipt máli, en það þarf að gæta jafnræðis.“Hæpið að banna Íslendingum að heita erlendum nöfn Lögfræðingurinn Guðjón Ingi Guðjónsson telur það verulega hæpið að það standist alþjóðasamninga að neita íslenskum ríkisborgurum um að heita erlendum nöfnum. „Íslendingar eru þjóðréttalega skuldbundnir til að vernda réttinn til menningarlegrar sjálfsmyndar sem kemur fram í a lið, fyrstu málsgrein 15. greinar mannréttindasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að. Undir það fellur meðal annars að aðildarríkjum beri skylda til að taka mannanöfn þjóðernishópa gild í opinberri skráningu.“ Guðjón bætir við: „Í þessu ljósi er mjög vafasamt að gera kröfu um að nafnagift fylgi hefðum ákveðinnar þjóðar eða menningarhóps.“
Tengdar fréttir Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43 Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00 Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34 Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59 10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00 Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Vegabréf voru gefin út án lagaheimildar Gefin voru út vegabréf af Þjóðskrá andstætt gildandi lögum. Árið 2010 var farið yfir verkferla varðandi útgáfu persónuskilríkja og vegabréfa og kom í ljós að einstaklingar höfðu fengið vegabréf án þess að lagaheimild væri fyrir útgáfunni. 26. júní 2014 09:43
Foreldrar Harrietar búnir að kæra úrskurð Þjóðskrár Foreldrar hinnar 10 ára gömlu Harriet segja Þjóðskrá ekki geta neitað dóttur þeirra um vegabréf. 26. júní 2014 10:00
Mál Harrietar komið í heimsfréttirnar The Guardian birti grein um mál Harrietar Cardew og íslensk mannanafnalög. 26. júní 2014 16:34
Harriet fær breskt neyðarvegabréf Harriet Cardew, stúlkan sem Þjóðskrá neitar um íslenskt vegabréf, fær neyðarvegabréf frá Bretlandi svo fjölskyldan geti ferðast til Frakklands. 26. júní 2014 12:59
10 ára stúlku neitað um vegabréf af Þjóðskrá Harriet Cardew var neitað um vegabréf af Þjóðskrá því mannanafnanefnd samþykkir ekki nafnið. 25. júní 2014 07:00
Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? 27. júní 2014 06:00