Innlent

Traust til dómskerfisins dregst saman

Atli Ísleifsson skrifar
34,3% sögðust bera mikið traust til Hæstaréttar nú, borið saman við 46,5% í fyrra.
34,3% sögðust bera mikið traust til Hæstaréttar nú, borið saman við 46,5% í fyrra. Vísir/GVA
Traust á dómskerfinu í heild hefur dregist nokkuð saman samkvæmt nýrri könnun MMR. 28,9% aðspurðra sögðust bera mikið traust til dómskerfisins nú, borið saman við 38,1% í nóvember í fyrra.

34,3% sögðust bera mikið traust til Hæstaréttar nú, borið saman við 46,5% í fyrra, en 31,2% sögðust bera mikið traust til héraðsdómstólanna nú, borið saman við 39,3% í fyrra.

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. „Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til hefur dregist saman frá síðustu könnun í nóvember 2013. Þannig sögðust færri bera traust til Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara, ríkissaksóknara, Hæstaréttar, héraðsdómstólanna og dómskerfisins í heild.“

Í frétt MMR segir að af þeim stofnunum sem mældar voru naut Landhelgisgæslan mest trausts. „Alls sögðust 71,4,0% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hennar, borið saman við 82,0% í nóvember 2013.“

Í könnuninni nú mældist ríkislögreglustjóri njóta mikils trausts 46,3% þeirra sem tóku afstöðu, borið saman við 55,1% í nóvember 2013. „Traust til sérstaks saksóknara mældist 39,3% nú, borið saman við 46,9% í fyrra og traust til ríkissaksóknara mældist 35,0% nú, borið saman við 44,8% í fyrra. Ómarktækur munur var á trausti til Fangelsismálastofnunar og Útlendingastofu frá því í fyrra.“

Könnunin var framkvæmd dagana 29. október. til 4. nóvember 2014 og var heildarfjöldi svarenda 976 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Mynd/MMR
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×