Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 17:28 Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn sem ráðist var á. Vísir/Getty Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember síðastliðnum. Hrannar játaði skýlaust fyrir dómi þjófnaðina og akstur undir áhrifum. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps. Í ákæru er manndrápstilrauninni lýst á þann veg að ákærði hafi stungið fórnarlambið fyrirvaralaust í bakið í maí 2013. Hnífurinn gekk inn í vinstra lunga mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk 3 sentímetra langt stungusár vinstra megin aftan á brjóstkassa, lunga hans féll saman og hann hlaut blæðingu í lungnavefjum, eins og segir í ákæru. Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn. Fyrir dómi neitaði Hrannar því að um ásetning hafi verið að ræða og kvað hnífinn hafa rekist í manninn. Ákærði var látinn sæta geðrannsókn til þess að meta mætti hvort hann bæri skynbragð á það sem gerðist hafði og gæti talist sakhæfur. Geðlæknir taldi ákærða sýna merki geðrofseinkenna sem stöfuðu af mikilli neyslu fíkniefna. Hann hefði á þeim tíma sem hann stakk manninn verið í mikilli neyslu amfetamíns og MDMA. Geðlæknir taldi Hrannar engu að síður sakhæfan. Fjöldi annarra vitna kom fyrir dóminn, þar á meðal sérfræðilæknir og lögreglumenn. Vitnisburður Hrannars var ekki talinn trúverðugur auk þess sem hann átti sér enga stoð í öðru sem kom fram í málinu, eins og segir í dómnum. Þá kemur fram að hann myndi atburðina ekki vel. Vitnisburður fórnarlambsins er hins vegar talinn trúverðugur auk þess sem vitnisburðir sérfræðilæknis og lögreglumanna voru í samræmi við vitnisburð hans. Hrannar var því dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til bótagreiðslna og til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Hrannar Pál Róbertsson í fangelsi í 5 og ½ ár fyrir tilraun til manndráps, þrjá þjófnaði og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur hann verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember síðastliðnum. Hrannar játaði skýlaust fyrir dómi þjófnaðina og akstur undir áhrifum. Hann neitaði hins vegar að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps. Í ákæru er manndrápstilrauninni lýst á þann veg að ákærði hafi stungið fórnarlambið fyrirvaralaust í bakið í maí 2013. Hnífurinn gekk inn í vinstra lunga mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk 3 sentímetra langt stungusár vinstra megin aftan á brjóstkassa, lunga hans féll saman og hann hlaut blæðingu í lungnavefjum, eins og segir í ákæru. Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram fyrir dómi gekk hnífurinn 12 sentímetra inn í manninn. Fyrir dómi neitaði Hrannar því að um ásetning hafi verið að ræða og kvað hnífinn hafa rekist í manninn. Ákærði var látinn sæta geðrannsókn til þess að meta mætti hvort hann bæri skynbragð á það sem gerðist hafði og gæti talist sakhæfur. Geðlæknir taldi ákærða sýna merki geðrofseinkenna sem stöfuðu af mikilli neyslu fíkniefna. Hann hefði á þeim tíma sem hann stakk manninn verið í mikilli neyslu amfetamíns og MDMA. Geðlæknir taldi Hrannar engu að síður sakhæfan. Fjöldi annarra vitna kom fyrir dóminn, þar á meðal sérfræðilæknir og lögreglumenn. Vitnisburður Hrannars var ekki talinn trúverðugur auk þess sem hann átti sér enga stoð í öðru sem kom fram í málinu, eins og segir í dómnum. Þá kemur fram að hann myndi atburðina ekki vel. Vitnisburður fórnarlambsins er hins vegar talinn trúverðugur auk þess sem vitnisburðir sérfræðilæknis og lögreglumanna voru í samræmi við vitnisburð hans. Hrannar var því dæmdur í 5 og ½ árs fangelsi. Þá var hann dæmdur til bótagreiðslna og til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent