Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Haraldur Guðmundsson skrifar 24. október 2014 07:00 Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Vísir/GVA Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira