Samfaramyndir sendar á milli vina á Snapchat Snærós Sindradóttir skrifar 15. maí 2014 00:01 Það getur haft mjög neikvæð sálræn áhrif á þá sem verða fyrir því að myndum eða myndböndum af þeim við þessar viðkvæmu aðstæður er dreift. Dreifingin brýtur gegn friðhelgi einkalífs. Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er. Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Mörg dæmi eru um að myndum af ungu fólki í samförum sé dreift í gegnum samskiptasíðuna Snapchat án vitneskju þeirra sem á myndunum eru. Sérstaklega er algengt að myndum af grunlausum stúlkum sé dreift. Myndatökurnar virðast hafa náð vinsældum hjá ungu fólki og er í einhverjum tilfellum um að ræða mönunarleiki hjá vinahópum. Samskiptaforritið Snapchat á að vera þess eðlis að myndir eyðast eftir nokkrar sekúndur en auðvelt er að vista myndirnar á farsímum og senda þær áfram á internetið, þar sem þær lifa að eilífu. Ung kona sem Fréttablaðið ræddi við varð fyrir því að mynd af henni í samförum var komið í almenna dreifingu. Hún varð þess ekki vör þegar maðurinn, sem hún var að sofa hjá, tók myndina. „Myndin af mér fór víða en henni var meðal annars dreift í Háskólanum og varpað upp á skjávarpa,“ segir konan. Hún segir að maðurinn sem tók myndina hafi ekki ætlað sér að hún færi í almenna dreifingu. „Ég var að sjálfsögðu reið en ég gat ekkert gert. Ég forðaðist eiginlega bara að fara út úr húsi.“ Hún segist hafa íhugað að kæra dreifinguna til lögreglunnar. „Ég vissi hver hafði dreift henni upphaflega en svo fór ég aldrei í það. Eftir smástund hættir maður að spá í þetta en svo kemur þetta upp aftur og aftur og ég er enn spurð út í þetta.“Björn Harðarson, sálfræðingur.Fréttablaðið/VilhelmBjörn Harðarson sálfræðingur segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir alvöru þess að dreifa slíku efni. „Það verður einhver brenglun á því hvað er rétt og rangt þarna. Um leið og þetta heitir tækni, til dæmis Facebook eða Snapchat, þá ferðu að geta réttlætt þetta. Fólk heldur að vegna þess að Snapchat geymist ekki þá sé ekki verið að skaða neinn.“ Staðreyndin sé hins vegar sú að dreifingin skaði þá sem fyrir henni verða. „Um leið og þetta er farið að dreifast þá veistu aldrei hvar það endar. Við sjáum stundum áfallastreitu hjá einstaklingum sem er erfitt að vinna í, því áfallið vegna dreifingarinnar kemur aftur og aftur.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglu hafi ekki borist kærur vegna slíkrar dreifingar enn sem komið er.
Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira