Ekki meiri hætta á að klipið verði af náttúrupassa en öðrum sköttum Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:42 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aldrei hægt að koma í veg fyrir að ríkissjóður nýti eyrnarmerkta skatta og gjöld í annað en þeim er ætlað að fjármagna. Það eigi hins vegar ekkert frekar við um náttúrupassann en aðrar þær leiðir sem lagðar hafi verið til við fjármögnun uppbyggingar ferðamannastaða. Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar rakti í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi hvernig ýmsir sérskattar vegna tímabundinna verkefna eins uppbyggingar vegakerfisins og í Vestmannaeyjum eftir gos hafi bæði ílengst og ekki runnið nema að hluta til þeirra verkefna sem þeir voru eyrnarmerktir. Þjóðarbókhlöðuskatturinn væri eini sérskatturinn sem hafi verið afnuminn en þó verið í innheimtur í tíu ár eftir að Þjóðarbókhlaðan var byggð. „Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum. Núna í vikunni, á síðasta degi fyrir fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög,“ sagði Kristján Már í frétt sinni í gærkvöldi. Á fréttamannafundi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt hinn 9. desember til að kynna frumvarp um náttúrupassa spurðum við hana einmitt út í þetta atriði, þótt sá hluti viðtalsins hafi ekki verið birtur þá. En Ragnheiður Elín sagði að með náttúrupassanum ætti að tryggja trausta fjármögnun til langs tíma til uppbyggingar ferðamannastaða. „Þannig að menn geti farið í deiliskipulagsvinnu, þeir geti skipulagt sig, undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að hafa það á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ sagði Ragnheiður Elín. Þetta væri mikilvægt markmið og með því verði hægt að gera miklar úrbætur. Enda á náttúrupassinn að skila fjórum til fimm milljörðum á þremur árum.Ríkissjóður hefur oft freistast til að teygja sig í svona sérskatta og eyða peningunum í eitthvað annað. Er hægt að koma í veg fyrir það með einhverjum hætti?„Það er eflaust aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. En það á heldur ekki bara við um þetta. Það sama á við um aðrar þær leiðir sem menn eru að ræða. Hvort sem það heitir gistináttagjald eða komugjald. Þannig að það er bara sjálfstætt úrlausnarefni. Ég bendi hins vegar á það að gistináttagjaldið hefur skilað sér eftir ákveðinni reiknireglu. Þannig að ég á ekki von á að það verði eitthvað annað með þetta,“ sagði Ragnheiður Elín hinn 9. desember síðastliðinn. En þá var ekki búið að samþiggja fjárlögin frá Alþingi fyrir næsta ár þar sem klipið er af því framlagi sem skatturinn á að standa undir til uppbyggingar ferðamannastaða. Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aldrei hægt að koma í veg fyrir að ríkissjóður nýti eyrnarmerkta skatta og gjöld í annað en þeim er ætlað að fjármagna. Það eigi hins vegar ekkert frekar við um náttúrupassann en aðrar þær leiðir sem lagðar hafi verið til við fjármögnun uppbyggingar ferðamannastaða. Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar rakti í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi hvernig ýmsir sérskattar vegna tímabundinna verkefna eins uppbyggingar vegakerfisins og í Vestmannaeyjum eftir gos hafi bæði ílengst og ekki runnið nema að hluta til þeirra verkefna sem þeir voru eyrnarmerktir. Þjóðarbókhlöðuskatturinn væri eini sérskatturinn sem hafi verið afnuminn en þó verið í innheimtur í tíu ár eftir að Þjóðarbókhlaðan var byggð. „Og talandi um endurbætur á ferðamannastöðum. Núna í vikunni, á síðasta degi fyrir fyrir jólahlé, samþykktu þingmenn bandorm sem skerðir framlag af gistináttaskatti sem fara átti til slíkra endurbóta. Við getum auðvitað ekki fullyrt að skattheimta í nafni náttúrupassa, komist hann á, hljóti sömu örlög,“ sagði Kristján Már í frétt sinni í gærkvöldi. Á fréttamannafundi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt hinn 9. desember til að kynna frumvarp um náttúrupassa spurðum við hana einmitt út í þetta atriði, þótt sá hluti viðtalsins hafi ekki verið birtur þá. En Ragnheiður Elín sagði að með náttúrupassanum ætti að tryggja trausta fjármögnun til langs tíma til uppbyggingar ferðamannastaða. „Þannig að menn geti farið í deiliskipulagsvinnu, þeir geti skipulagt sig, undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að hafa það á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ sagði Ragnheiður Elín. Þetta væri mikilvægt markmið og með því verði hægt að gera miklar úrbætur. Enda á náttúrupassinn að skila fjórum til fimm milljörðum á þremur árum.Ríkissjóður hefur oft freistast til að teygja sig í svona sérskatta og eyða peningunum í eitthvað annað. Er hægt að koma í veg fyrir það með einhverjum hætti?„Það er eflaust aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir það. En það á heldur ekki bara við um þetta. Það sama á við um aðrar þær leiðir sem menn eru að ræða. Hvort sem það heitir gistináttagjald eða komugjald. Þannig að það er bara sjálfstætt úrlausnarefni. Ég bendi hins vegar á það að gistináttagjaldið hefur skilað sér eftir ákveðinni reiknireglu. Þannig að ég á ekki von á að það verði eitthvað annað með þetta,“ sagði Ragnheiður Elín hinn 9. desember síðastliðinn. En þá var ekki búið að samþiggja fjárlögin frá Alþingi fyrir næsta ár þar sem klipið er af því framlagi sem skatturinn á að standa undir til uppbyggingar ferðamannastaða.
Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09