Virðisaukaskattskerfið eitt það óskilvirkasta innan OECD Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2014 18:54 Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandis segir íslenska virðisaukaskattskerfið eitt það óskilvirkasta innan OECD og skynsamlegast væri að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. Bæði fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar taka undir þetta. Alþingi samþykkti fyrir jól að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins úr sjö í ellefu prósent og lækka efra þrepið úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Peter Dohlman formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir þetta gott fyrsta skref í breytingum á skattinum. En óvíða innan OECD ríkjanna sé bilið milli þrepanna eins mikið og hér á landi. „Nýleg skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, gefur til kynna að skilvirkni íslenska virðisaukaskattskerfisins hvað tekjur varðar, sé með því lægsta sem þekkist innan samtakanna,“ segir Dohlman. Þá væri skynsamlegt að breyta áherslum í skattkerfinu þannig að minna yrði innheimt með beinum sköttum en meira með óbeinum eins og virðisaukaskattskerfinu. Best væri að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. „Einföldun er mjög mikilvæg. Það er æskilegt að hafa einfalt virðisaukaskattskerfi þar sem dregið yrði úr undanþágum og sem leiddi til lækkunar á hærra þrepinu,“ segir Dohlman. „Þetta þarf að skoða í samhengi. Núna voru t.d. nauðsynjar hækkaðar og þá þurfum við að lækka einhverjar nauðsynjar á móti. Þannig að það er ekki hægt að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu án þess að gera breytingar á móti sem jafna lífskjörin í landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Persónulega teldi hún æskilegt að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir ekkert nýtt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mæli með einu virðisaukaskattskerfi og vissulega skili kerfið ekki þvi sem það ætti að gera. „Þannig að það er verið að því í fjármálaráðuneytinu núna að endurskoða lögin um virðisaukaskattinn og reyna þá að stoppa í þann leka sem virðist vera út úr kerfinu. En úr því við erum að ræða það þá væri að sjálfsögðu best fyrir hagkerfið að það væri eitt þrep. Ég tek alveg undir það,“ segir Vigdís. Nokkur andstaða var við hækkun lægra þrepsins innan Framsóknarflokksins við gerð fjárlaga og kallað var eftir mótvægisaðgerðum. „Draumaþrepið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 18 prósent. Ég tel að það sé of hátt. Þannig að ef skattkerfinu yrði breytt er ég ekki fylgjandi einhverjum mótvægisaðgerðum heldur að þetta jafnist út. Því ef við förum t.d. með virðisaukaskattsþrepið niður í 14 eða 16 prósent þá eru svo gríðarlega margir vöruflokkar í efra þrepinu sem koma þá til móts við hækkandi matarverð,“ segir Vigdís og bætir við að þetta sé framtíðarmússík. Fyrst sé að sjá hvernig nýlegar breytingar komi út. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandis segir íslenska virðisaukaskattskerfið eitt það óskilvirkasta innan OECD og skynsamlegast væri að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. Bæði fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar taka undir þetta. Alþingi samþykkti fyrir jól að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins úr sjö í ellefu prósent og lækka efra þrepið úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Peter Dohlman formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi segir þetta gott fyrsta skref í breytingum á skattinum. En óvíða innan OECD ríkjanna sé bilið milli þrepanna eins mikið og hér á landi. „Nýleg skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, gefur til kynna að skilvirkni íslenska virðisaukaskattskerfisins hvað tekjur varðar, sé með því lægsta sem þekkist innan samtakanna,“ segir Dohlman. Þá væri skynsamlegt að breyta áherslum í skattkerfinu þannig að minna yrði innheimt með beinum sköttum en meira með óbeinum eins og virðisaukaskattskerfinu. Best væri að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. „Einföldun er mjög mikilvæg. Það er æskilegt að hafa einfalt virðisaukaskattskerfi þar sem dregið yrði úr undanþágum og sem leiddi til lækkunar á hærra þrepinu,“ segir Dohlman. „Þetta þarf að skoða í samhengi. Núna voru t.d. nauðsynjar hækkaðar og þá þurfum við að lækka einhverjar nauðsynjar á móti. Þannig að það er ekki hægt að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu án þess að gera breytingar á móti sem jafna lífskjörin í landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Persónulega teldi hún æskilegt að hafa eitt virðisaukaskattsþrep. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir ekkert nýtt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mæli með einu virðisaukaskattskerfi og vissulega skili kerfið ekki þvi sem það ætti að gera. „Þannig að það er verið að því í fjármálaráðuneytinu núna að endurskoða lögin um virðisaukaskattinn og reyna þá að stoppa í þann leka sem virðist vera út úr kerfinu. En úr því við erum að ræða það þá væri að sjálfsögðu best fyrir hagkerfið að það væri eitt þrep. Ég tek alveg undir það,“ segir Vigdís. Nokkur andstaða var við hækkun lægra þrepsins innan Framsóknarflokksins við gerð fjárlaga og kallað var eftir mótvægisaðgerðum. „Draumaþrepið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 18 prósent. Ég tel að það sé of hátt. Þannig að ef skattkerfinu yrði breytt er ég ekki fylgjandi einhverjum mótvægisaðgerðum heldur að þetta jafnist út. Því ef við förum t.d. með virðisaukaskattsþrepið niður í 14 eða 16 prósent þá eru svo gríðarlega margir vöruflokkar í efra þrepinu sem koma þá til móts við hækkandi matarverð,“ segir Vigdís og bætir við að þetta sé framtíðarmússík. Fyrst sé að sjá hvernig nýlegar breytingar komi út.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira