Nýjar reglur ferðaþjónustu fatlaðra skerða ferðafrelsið Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2014 12:00 Hámarksfjöldi er settur á ferðir fatlaðra í hverjum mánuði. Fatlaðir telja það fela í sér mismunun. Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu hafa sætt mikilli gagnrýni. Fatlaðir vilja meina að reglurnar, sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi, gangi gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferlimál einstaklinga. Reglurnar eru á þá leið að fatlaðir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra greiða 175 krónur fyrir hverja ferð upp að sextíu ferðum á mánuði. Fyrir ferðir 61-80 greiða fatlaðir 1.100 krónur fyrir hverja ferð. 80 ferðir á mánuði er hámarksfjöldi ferða á mánuði og þurfa því fatlaðir sem fara upp að því marki að bíða til næstu mánaðamóta til að geta nýtt sér þjónustuna aftur. Orðrétt segir að „fjöldi ferða í heild skal ekki fara yfir 60 ferðir á mánuði. Þjónustumiðstöðvum er þó heimilt að veita fleiri ferðir til þeirra notenda sem eru, auk þess að stunda vinnu eða skóla, í mikilli virkni, svo sem íþróttum eða skipulögðu félagsstarfi. Um er að ræða að hámarki 20 ferðir og getur því hámark ferða aldrei verið hærra en 80 ferðir á mánuði.“ Þessar reglur munu taka gildi í öllum stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Kópavogs.Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, gagnrýnir þessa tilhögun harðlega. „Mér finnst þetta ekki boðlegt. Gjaldskráin er þannig sett upp að ferðir eru niðurgreiddar upp að vissu marki. Það að hækka gjaldið svona gríðarlega fyrir síðustu tuttugu ferðir mánaðarins er aðeins til þess að ná peningunum til baka af okkur, Það að hækka gjaldið úr 175 krónur í 1.100 krónur á einu bretti er of bratt að okkar mati,“ segir Bergur. Andri Valgeirsson háskólanemi er einn þeirra sem nýtir sér ferðaþjónustu fatlaðra í hverjum mánuði og er hann einn þeirra sem notar fleiri en áttatíu ferðir á mánuði. „Þessar reglur koma mér alveg hrikalega illa. Hver ferð í skólann er í raun tvær ferðir, að heiman og heim aftur. síðan bætast ofan á ferðir í sjúkraþjálfun og annað. Það er því alveg klárt að ég mun áfram þurfa að nýta mér fleiri ferðir en 80 í mánuði,“ segir Andri.Andri ValgeirssonHann þarf því að velja og hafna ferðum eftir áramót. „Það segir sig sjálft að ég þarf á næsta ári að velja og hafna ferðum sem setur mig í erfiða stöðu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðustu dagana og tel þetta vera hreina mismunun. Almenningssamgöngur fyrir fullfrískt fólk bera ekki hámarksferðir. Af hverju ætti að vera þak á fjölda ferða fyrir okkur fatlaða?“ Bergur Þorri segir engin rök sem styðja það að sett sé þak á heildarfjölda ferða fatlaðra. „Meðalfjöldi ferða þeirra sem nota þjónustuna eru í kringum 20 ferðir. Örfáir einstaklingar fara yfir áttatíu ferðir. Þegar fatlaðir eru hvort sem er rukkaðir upp í topp, þá skil ég ekki þessa hugmynd um að setja þak á ferðirnar okkar. Það á að gefa fötluðum rétt á að ferðast á þann hátt sem það vill þegar það vill. Með því að setja þak á fjölda ferða er verið að gefa sáttmálanum langt nef.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira