Lífið

Hætti að djamma og léttist um 35 kíló

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrir og eftir mynd af Caroline.
Fyrir og eftir mynd af Caroline.
„Ekki hafa áhyggjur af afgöngunum - Caroline skóflar þeim í sig.“ Þetta fékk Caroline Gooster, 24 ára, að heyra frá einni stúlku í jólateiti hjá vinum sínum á síðasta ári. Þá ákvað hún að snúa við blaðinu og er búin að létta sig um 35 kíló síðan þá.

„Ég vissi að ég var stór en ég gerði mér ekki grein fyrir því að annað fólk sæi mig þannig - sérstaklega ekki fólk sem ég hélt að væri vinir mínir,“ segir Caroline.

Hún segir í viðtali við Daily Mail að það hafi verið djamm, drykkja og skyndibiti sem hafi orsakað ofþyngd hennar. Þá gat hún heldur ekki breytt um lífsstíl lengur en í tvær vikur. En þessi orð um að hún myndi skófla í sig afgöngunum gáfu henni innblástur.

„Þegar ég missti kraftinn eða vildi fá mér hamborgara hugsaði ég einfaldlega: Nei, ég ætla að sýna henni hvað ég get. Og ég gerði það.“

Caroline innbyrti næstum því fjögur þúsund kaloríur á dag þegar hún var sem þyngst og notaði stærð númer 18. Hún hefur hins vegar tekið mataræðið í gegn og er byrjuð að hreyfa sig reglulega.

„Nú er ég í mínu besta formi og búin að finna íþrótt sem ég elska - að hlaupa,“ segir Caroline.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.