Gleðileg jól í ævintýraskógi 24. desember 2014 19:00 Jólamynd ársins 2014 ber titilinn Ævintýraskógur. Ljósmyndari er Kristín Valdemarsdóttir Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur. Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur.
Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira