Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2014 16:58 Sigrún Magnúsdóttir er salíróleg en segir að í stjórnmálum þurfi maður að taka að sér ýmisleg verkefni. Vísir/Vilhelm Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“ Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Breytingar eru fyrirhugaðar á ráðherrateymi Framsóknarflokksins en sem stendur er ríkisstjórnin skipuð fimm ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki og fjórum úr flokki Framsóknar.Morgunblaðið greindi frá því í gær að líklegast væri að umhverfis- og auðlindaráðuneytið, sem verið hefur í umsjón Sigurðar Inga Jóhannssonar, yrði fært undir nýjan ráðherra. Sá yrði þá sá tíundi í ríkisstjórninni og sá fimmti úr röðum Framsóknar. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var nefnd sem líklegur nýr ráðherra. „Ég er mjög ánægð með þau verkefni sem ég er með,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Auk þingmennsku og formennsku í þingflokknum minnir Sigrún á að framundan sé annasamt ár sem formaður Þingvallanefndar. Sjálf sagðist hún ekkert hafa heyrt frá kollegum sínum í flokknum vegna málsins heldur aðeins séð það sem ratað hefði í fjölmiðla.Staðið til í lengri tíma „Það er alltaf gaman fyrir fjölmiðla að spekúlera,“ sagði Sigrún sem var í hátíðarskapi og nýbúin að baka eplaköku þegar hún svaraði símtali blaðamanns. Hún minnti á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, hefði gefið út að breytingar væru fyrirhugaðar á ráðherraembættinu. Það gæti vel verið um áramótin en Sigrún nefnir líka að upphaf þings gæti verið líklegur tímapunktur. Alþingi kemur saman þann 20. janúar. Umræða um fimmta ráðherra Framsóknar í ljósi ójafnrar skiptingar flokkanna tveggja hefur verið til umræðu í vel á annað ár. Kona hefur þótt líklegri í embættið enda Eygló Harðardóttir eini kvenráðherrann úr röðum Framsóknar. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur Davíð í viðtali í september 2013. Þá var Sigrún orðuð við ráðherrastól auk Vigdísar Hauksdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur.Sigrún salíróleg Aðspurð hvort hún myndi svara kalli forsætisráðherra ef ráðherrastóll stæði til boða veltir Sigrún spurningu blaðamanns fyrir sér en svarar svo: „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún sem minnir á að vangaveltur fjölmiðla þurfi ekki að endurspegla það sem í gangi sé í flokkunum. Rifjar hún upp nýlega skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra á dögunum í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom mörgum á óvart með skipun Ólafar. „Það er nýbúið að ganga í gegnum ráðherrakapal hjá Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hélt það þröngt utan um þetta. Hálfur flokkurinn var tilbúið að taka að sér ráðherraembættið en svo var leitað utan þings,“ segir Sigrún. Hún minnir á að ráðherraskipunin sé í höndum formanna flokkanna tveggja sem skipa ríkisstjórnina. Sigrún segist ætla aða njóta hátíðarinnar og ekki stressa sig á fyrirhugaðri ráðherraskipan. „Ég er alveg salíróleg. Þetta ætti að koma í ljós á næstu dögum.“
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira