Þrjár framsóknarkonur orðaðar við nýjan ráðherrastól Karen Kjartansdóttir skrifar 1. september 2013 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa nýjan ráðherra sem meðal annars muni fara með auðlindamál fljótlega. Þrjár konur eru orðaðar við embættið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði komu nýs ráðherra Framsóknarflokksins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Frá því ný ríkisstjórn tók við hafa níu ráðherrar verið í embætti en af þeim hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft fimm og Framsóknarflokkurinn fjóra. „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál," sagði Sigmundur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki hægt að slá því föstu hvenær ráðherrann mun taka við en líklegt þykir að það verði í lok þessa árs. Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hver muni gegna því embætti en í ljósi þess að kynjahlutföll í ráðherrahópi Framsóknarflokksins eru ójöfn, og flokkurinn hefur sætt gagnrýni vegna þess, þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við í dag orðuðu þrjár konur við embættið: Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Samkvæmt venju ætti Vigdís að koma fyrst til greina en sú staðreynd að henni var ekki fengið embætti við myndan núverandi ríkisstjórnar þykir sýna að hún nýtur ekki fulls trausts. Þá þykir framganga hennar og yfirlýsingar að undanförnu þótt mjög óheppilegar fyrir flokkinn þykir hafa dregið verulega úr líkum á því að hún verði skipuð í embættið. Sigrún Magnúsdóttir er formaður þingflokksins og mikil reynslubolti úr borgarpólitík en hún var borgarfulltrúi 1986-2002. Sigrún verður hins vegar sjötug á næsta ári og þykir óvíst að hún muni þiggja embættið verði henni boðið það. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi, þykir koma nokkuð sterklega til greina en hún hefur reynslu af störfum innan flokksins og með góða reynslu úr atvinnulífinu. Atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hefur henni meðal annars verið mjög hugleikin og hefur hún hvatt til álversuppbyggingar á Suðurnesjum í greinum. Þegar ný ríkisstjórn tók við var gagnrýnt að sérstakt umhverfisráðuneyti væri ekki lengur starfandi. Hvort nýr umhverfisráðherra nái að sætta þau sjónarmið skal ósagt látið.Athugasemd: Í niðurlagi þessarar fréttar mætti skilja það sem svo að umhverfisráðuneytið sé ekki lengur starfandi. Til að taka af öll tvímæli skal tekið skal fram að það er ekki rétt, Sigurður Ingi Jóhannsson gegnir nú embætti umhverfis- og auðlindaráðherra jafnframt því að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í fréttinni var verið að vísa til gagnrýni sem uppi var höfð uppi þegar síðasta ríkisstjórn tók við.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira