Lífið

Frumsýning á Vísi: Hafþór Júlíus andlit herrailms

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir í dag mynd úr nýrri herferð fyrir herrailminn Vatnajökul frá Gyðju. Kraftajötuninn og Game of Thrones-stjarnan Hafþór Júlíus er andlit ilmsins.

„Hafþór Júlíus Björnsson er sannur íslenskur víkingur og passaði þemað því vel við,“ segir Sigrún Lilja hjá Gyðja Collection. Hún bætir við að enginn annar en Hafþór hafi komið til greina sem andlit ilmsins en hann er hvað þekktastur sem The Mountain úr Game of Thrones.

„Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull. Íslenski herrailmurinn frá Gyðju er unninn uppúr jökulvatni frá þessum karlmannlega jökli og kraftmikla náttúruundri. Herrailmurinn gefur því íslensku körlunum okkar sem og erlendu kost á því að njóta þessara karlmannlegu orku sem Vatnajökull gefur frá sér í sambland við hágæða ilm sem framleiddur er í Suður-Frakklandi eins og dömuilmirnir okkar. Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem og erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðinn konungur jökulsins,“ segir Sigrún.

Fyrsti hluti herferðarmyndatökunnar fór fram fyrir stuttu og einkenndi víkingaþema hana.

„Hafþór er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkominn í hlutverkið, sannur víkingur,“ segir Sigrún og bætir við að myndatakan hafi gengið eins og í sögu.

Það var a.k.a. ljósmyndari sem myndaði og vann myndirnar, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir sá um hár og förðun og Gunnar Víkingur var stílisti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×