Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2014 11:28 Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Vísir/Rósa Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira