Hugleikur sár og svekktur út í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2014 13:04 Hugleikur segir Ara hafa fengið blóðnasir, svo ömurlegt var handritið sem hann bauð leikhúsfólki Þjóðleikhússins uppá. Vísir/Valli/Stefán Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stjórnendur Þjóðleikhússins hafa farið í nokkra endurskipulagningu á boðaðri verkefnadagskrá; söngleik eftir Hugleik Dagsson hefur verið frestað um óákveðinn tíma sem og nýju verki eftir Brynhildi Guðjónsdóttur: Fíll. Hugleikur er, samkvæmt yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-vegg sínum, langt í frá ánægður með þetta og bregður fyrir sig háði og ýkjustíl: „Þetta var versta handrit sem Þjóðleikhúsið hafði lesið. Það þurfti að lofta út eftir samlestur og Ari fékk blóðnasir þegar hann las fyrsta söngtextann.“ Vefritið Nútíminn ræddi við Ara vegna frestunarinnar en hann segir ástæðuna fyrir frestuninni meðal annars vera að handritið var ekki tilbúið til æfinga ásamt því að leikarar og hljómsveitarmeðlimir voru í öðrum verkefnum. Selma Björnsdóttir er leikstjórinn en rokksöngleikur Hugleiks, Loki, byggir á goðafræðinni með augum Hugleiks. Á vefsíðu Þjóðleikhússins er greint frá því að Arnmundur Ernst Backman, Hannes Óli Ágústsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Stefán Karl Stefánsson séu á meðal leikara. Ekki tilbúið handrit, að sögn Ara, en Hugleikur bætir í og virðist telja eitt og annað ósagt þar um: „Þetta leikhús kann bara ekki slæmt að meta. Alltaf að heimta að ég setti „sögu“ og „boðskap“ í verkið. Hvað í andskotanum sem það nú er,“ spyr Hugleikur.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira