Ískaldur húmor í norrænni goðafræði Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:39 Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. „Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira
„Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Sjá meira