Endurheimti jólagjafir með hjálp Facebook Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 20:15 Eyrún Fríða lætur Mikael Andrason hafa gjafirnar. Andri Lúthersson, faðir drengsins og eiginmaður eiganda gjafanna, stendur hjá. vísir/ernir „Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum. Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum.
Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein