Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2014 15:02 „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ „Við eigum aldrei að leggja líf okkar og heilsu í hættu fyrir hluti sem hægt er að bæta, þar sem líf okkar sem annarra er óbætanlegt,“ segir björgunarsveitarmaðurinn Árni Tryggvason. Árni hefur starfað sem björgunarsveitarmaður í yfir þrjátíu ár. Hann á því töluverða reynslu að baki en veltir því fyrir sér hvers vegna dauðir hlutir séu oftar en ekki metnir mikilvægari en mannslíf.Of oft att út í of áhættusamar aðgerðir „Við erum til í að leggja mikið á okkur til að bjarga lífi og heilsu samborgaranna, en að mínu mati er okkur því miður of oft att út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum, “ skrifar Árni á Facebook-síðu sína en hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á pistlinum. Pistilinn skrifaði hann fyrir tveimur árum síðan en ákvað að birta hann að nýju eftir að fregnir bárust um yfirvofandi óveður. „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.„Að mínu mati er okkur því miður of oft att út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum.“vísir/vilhelmÞörf á hugarfarsbreytingu Árna finnst of mikið af þeim útköllum sem berast þess eðlis og of stór hluti þeirrar aðstoðar sem björgunarsveitarmenn veiti snúist um að bjarga forgengilegum hlutum sem má bæta. „Hér er að mínu mati kolröng áhersla í aðgerðum.“ Hann segir þörf á mikilli hugarfarsbreytingu, sérstaklega í ljósi þess að fjölmargir úr hans röðum veigri því ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu til þess eins að bjarga hugsanlega örfáum bárujárnsplötum, þakrennu eða trjágrein sem skrapast geti utan í hús og skemmt eitthvað. „Störf björgunarsveitarmanna í fárviðrum eiga að miðast við að vernda fólk. Ef hætta er á að þak fjúki eða sé byrjað að fjúka, á helst ekki undir neinum kringumstæðum að senda menn út á þann „vígvöll“ nema hægt sé að tryggja öryggi þeirra að fullu,“ skrifar Árni og bætir við leiki einhver grunur á að öryggi björgunarsveitarmanna sé ekki tryggt til fulls þá eigi að sleppa aðgerðinni. Björgunarmennina eigi að nota til að vara fólk í næsta nágrenni við hættunni, girða af svæði og jafnvel koma einhverju fargi á þakið með til þess gerðum tækjum, séu þau tiltæk. Sá búnaður sem þeir noti til að tryggja öryggi þeirra sé miðaður við fjallaferðir, ekki húsaviðgerðir. „Leyfum þakinu að fjúka en stefnum mönnum ekki í hættu. Þakið má laga síðar.“„Hvers vegna ætti þá maður eins og ég sem dags daglega hamra lyklaborðið á tölvunni minni að fara að vinna störf iðnaðarmanna með hamarinn einan að vopni í verstu hugsanlegu aðstæðum?“vísir/vilhelmFífldirfska – Ekki hetjuskapur Þá segir hann fæsta þá sem starfa í björgunarsveitinni vera með nokkra iðnmenntun og að enginn þeirra hafi fengið tilsögn í að sveifla hamri á réttan hátt. „Hvers vegna ætti þá maður eins og ég sem dags daglega hamra lyklaborðið á tölvunni minni að fara að vinna störf iðnaðarmanna með hamarinn einan að vopni í verstu hugsanlegu aðstæðum? Jafnvel aðstæðum sem iðnarmenn sem menntaðir eru í starfið voga sér ekki í. Fyrir mér á fífldirfska ekkert skylt við hetjuskap.“ Fyrir um þremur árum fór Árni í aðgerð til að bjarga húsi á þaki eins stærsta verktakafyrirtækis landsins. „Við komum þarna ómenntaðir sem iðnaðarmenn en vopnaðir kjarkinum og tókst að koma böndum á og hemja þakið. En inni sátu hópar iðnaðarmanna sem voru að mínu mati mun hæfari til að leysa verkefnið. Þá tók ég þá ákvörðun fyrir mig sjálfan að þetta væri orðið gott í bili,“ segir Árni.Stoltur af starfinu Árni er stoltur af sínu starfi og talar fyrir hönd allra björgunarsveitarmanna þegar hann segir að allir þeir kunni vel að meta þá velvild og jákvæðu væntingar sem þeir finna fyrir í sinn garð frá nær öllu samfélaginu. „Tilfinningin að fara út í tvísýnu veðri, jafnvel í myrkri og spáin afleit í leit að týndu fólki er undarleg. Jafnvel finnum við fyrir beyg innra með okkur en leggjum okkur engu að síður fram við að gera okkar besta. Rífum okkur frá vinnu, fjölskyldu og því sem okkur er annst um til að koma algjörlega ókunnugu fólki til aðstoðar. Og teljum það ekki eftir okkur því þetta er viss köllun sem við erum að fylgja.“ Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að pistillinn sem hann ritar sé ekki öllum að skapi. En honum þyki einfaldlega of margir tilbúnir til að leggja á sig ótrúlegt erfiðu og hættu í starfi. „Fyrir mér er það fífldirfska að hindra tjón sem auðveldlega má bæta og er ekki mannslífa virði. Ég hélt eitt sinn í þakplötu „sem verið var að bjarga“ í svona aðgerð og fauk í andlit mannsins sem hélt í hinn endann. Afleiðingin var alvarlegt nefbrot. Þessi plata hefi betur staðið utan í girðingunni þar sem hún hafði skorðast „áður en við björguðum“ henni,“ segir Árni að lokum. Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Við eigum aldrei að leggja líf okkar og heilsu í hættu fyrir hluti sem hægt er að bæta, þar sem líf okkar sem annarra er óbætanlegt,“ segir björgunarsveitarmaðurinn Árni Tryggvason. Árni hefur starfað sem björgunarsveitarmaður í yfir þrjátíu ár. Hann á því töluverða reynslu að baki en veltir því fyrir sér hvers vegna dauðir hlutir séu oftar en ekki metnir mikilvægari en mannslíf.Of oft att út í of áhættusamar aðgerðir „Við erum til í að leggja mikið á okkur til að bjarga lífi og heilsu samborgaranna, en að mínu mati er okkur því miður of oft att út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum, “ skrifar Árni á Facebook-síðu sína en hann gaf Vísi góðfúslegt leyfi til birtingar á pistlinum. Pistilinn skrifaði hann fyrir tveimur árum síðan en ákvað að birta hann að nýju eftir að fregnir bárust um yfirvofandi óveður. „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.„Að mínu mati er okkur því miður of oft att út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum.“vísir/vilhelmÞörf á hugarfarsbreytingu Árna finnst of mikið af þeim útköllum sem berast þess eðlis og of stór hluti þeirrar aðstoðar sem björgunarsveitarmenn veiti snúist um að bjarga forgengilegum hlutum sem má bæta. „Hér er að mínu mati kolröng áhersla í aðgerðum.“ Hann segir þörf á mikilli hugarfarsbreytingu, sérstaklega í ljósi þess að fjölmargir úr hans röðum veigri því ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu til þess eins að bjarga hugsanlega örfáum bárujárnsplötum, þakrennu eða trjágrein sem skrapast geti utan í hús og skemmt eitthvað. „Störf björgunarsveitarmanna í fárviðrum eiga að miðast við að vernda fólk. Ef hætta er á að þak fjúki eða sé byrjað að fjúka, á helst ekki undir neinum kringumstæðum að senda menn út á þann „vígvöll“ nema hægt sé að tryggja öryggi þeirra að fullu,“ skrifar Árni og bætir við leiki einhver grunur á að öryggi björgunarsveitarmanna sé ekki tryggt til fulls þá eigi að sleppa aðgerðinni. Björgunarmennina eigi að nota til að vara fólk í næsta nágrenni við hættunni, girða af svæði og jafnvel koma einhverju fargi á þakið með til þess gerðum tækjum, séu þau tiltæk. Sá búnaður sem þeir noti til að tryggja öryggi þeirra sé miðaður við fjallaferðir, ekki húsaviðgerðir. „Leyfum þakinu að fjúka en stefnum mönnum ekki í hættu. Þakið má laga síðar.“„Hvers vegna ætti þá maður eins og ég sem dags daglega hamra lyklaborðið á tölvunni minni að fara að vinna störf iðnaðarmanna með hamarinn einan að vopni í verstu hugsanlegu aðstæðum?“vísir/vilhelmFífldirfska – Ekki hetjuskapur Þá segir hann fæsta þá sem starfa í björgunarsveitinni vera með nokkra iðnmenntun og að enginn þeirra hafi fengið tilsögn í að sveifla hamri á réttan hátt. „Hvers vegna ætti þá maður eins og ég sem dags daglega hamra lyklaborðið á tölvunni minni að fara að vinna störf iðnaðarmanna með hamarinn einan að vopni í verstu hugsanlegu aðstæðum? Jafnvel aðstæðum sem iðnarmenn sem menntaðir eru í starfið voga sér ekki í. Fyrir mér á fífldirfska ekkert skylt við hetjuskap.“ Fyrir um þremur árum fór Árni í aðgerð til að bjarga húsi á þaki eins stærsta verktakafyrirtækis landsins. „Við komum þarna ómenntaðir sem iðnaðarmenn en vopnaðir kjarkinum og tókst að koma böndum á og hemja þakið. En inni sátu hópar iðnaðarmanna sem voru að mínu mati mun hæfari til að leysa verkefnið. Þá tók ég þá ákvörðun fyrir mig sjálfan að þetta væri orðið gott í bili,“ segir Árni.Stoltur af starfinu Árni er stoltur af sínu starfi og talar fyrir hönd allra björgunarsveitarmanna þegar hann segir að allir þeir kunni vel að meta þá velvild og jákvæðu væntingar sem þeir finna fyrir í sinn garð frá nær öllu samfélaginu. „Tilfinningin að fara út í tvísýnu veðri, jafnvel í myrkri og spáin afleit í leit að týndu fólki er undarleg. Jafnvel finnum við fyrir beyg innra með okkur en leggjum okkur engu að síður fram við að gera okkar besta. Rífum okkur frá vinnu, fjölskyldu og því sem okkur er annst um til að koma algjörlega ókunnugu fólki til aðstoðar. Og teljum það ekki eftir okkur því þetta er viss köllun sem við erum að fylgja.“ Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að pistillinn sem hann ritar sé ekki öllum að skapi. En honum þyki einfaldlega of margir tilbúnir til að leggja á sig ótrúlegt erfiðu og hættu í starfi. „Fyrir mér er það fífldirfska að hindra tjón sem auðveldlega má bæta og er ekki mannslífa virði. Ég hélt eitt sinn í þakplötu „sem verið var að bjarga“ í svona aðgerð og fauk í andlit mannsins sem hélt í hinn endann. Afleiðingin var alvarlegt nefbrot. Þessi plata hefi betur staðið utan í girðingunni þar sem hún hafði skorðast „áður en við björguðum“ henni,“ segir Árni að lokum.
Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira